Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 53

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 53
53 F R É T T I R Stóraukin umsvif í fiskeldi Áform um aukin umsvif í fisk- eldi hérlendis eru eitt af því sem athygli vekur þegar blaðað er í nýlegri skýrslu Ís- lenska sjávarklasans um „um- svif, tækifæri og áskoranir“ í haftengdri starfsemi af ýmsu tagi. Skýrslan var birt fyrst á málþingi Sjávarklasans í Mar- el í nóvember sl. og hana er að finna á vefnum sjavarklas- inn.is. Þór Sigfússon hagfræðing- ur vinnur að því að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um Íslenskan sjávarklasa og býr sig undir að verja doktorsrit- gerð um framtíðarsýn sína í þeim efnum við Háskóla Ís- lands. Vilhjálmur Jens Árna- son, heimspekingur og verk- efnisstjóri, skrifaði skýrsluna umræddu og Þór kom þar einnig við sögu sem höfund- ur. Sjávarklasinn er þegar orð- inn til sem tengslanet með hóp athafnafólks í baklandi sínu, þar á meðal Jóhann Jón- asson í 3X, Árna Odd Þórðar- son hjá Eyri Invest, Guðmund Kristjánsson í Brimi, Gunnþór Ingason í Síldarvinnslunni og Birnu Einarsdóttur í Íslands- banka. Verkefnið er vistað hjá Viðskiptafræðistofnun Há- skóla Íslands og drifið áfram af viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum. Það stefnir allt í að Sjávarklasinn verði til húsa í Bakkaskemmu Faxaflóa- hafna á Grandagarði. Skýrslan umrædda er fróð- leg samantekt um þróun í haftengdri starfsemi hérlendis en einnig í alþjóðlegu sam- hengi. Þar skal staldrað við yfirlit um hið helsta sem er að gerast í fiskeldi á Íslandi. • Stolt Sea Farm hyggst hefja eldi á senegalflúru í strand- stöð við Reykjanesvirkjun, fyrst seiðaeldi og síðan áframeldi. Gert er ráð fyrir um 50 starfsmönnum og að allt að 75 störf til viðbótar geti fylgt starfseminni. • Íslensk matorka hefur hafið framleiðslu í eldisstöðinni Fellsmúla í Landsveit með hugmyndafræði sjálfbærni að leiðarljósi. Vatn frá bleikjueldi er notað fyrir beitarfisk og meiningin er svo að nýta vatn frá beitar- fiskinum til að rækta krydd- jurtir í gróðurhúsi. Fyrirtæk- ið áformar að reisa eldis- stöð fyrir beitarfisk og bleikju á Reykjanesi. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 60-80. • Fjarðalax ehf. í Tálknafirði hefur uppi áform um eldi í þremur fjörður á sunnan- verðum Vestfjörðum og að starfsmenn verði orðnir 45 þegar líða tekur á árið 2012. • Arnarlax gerir ráð fyrir að skapa 50 manns vinnu við laxeldi og framleiðslu á Bíldudal. • Rifós í Kelduhverfi framleið- ir bleikju og lax og áformar að stækka stöðina og auka- umsvifin, m.a. til að anna eftirspurn í Bandaríkjunum. • Stofnfiskur hefur unnið að því að stækka starfsstöðvar sínar til að auka framleiðslu laxahrogna. Félagið flytur út 50 milljón laxahrogn í ár en gert er ráð fyrir tvöfalt meiri útflutningi á næsta ári eða um 100 milljón laxa- hrognum. • Laxar fiskeldi ehf. áformar áframeldi á laxi í sjókvíum á Reyðarfirði, sem skapa muni 30 ársstörf og 20 af- leidd störf að auki. Miðað er við að starfsemin verði byggð upp á nokkrum næstu árum. Þór Sigfússon hagfræðingur í ræðustóli á málþinginu í Marel. Sveinn Kjartanson, matreiðslumeistari á Fylgifiskum, mætti með vænan þorsk í ræðustól á málþingi Sjávarklasans í Marel og fjallaði um hve margar ólíkar vörur þorskfiskur gæti gefið af sér. Nú stefnir í mikla fjölgun starfa í fisk- eldi, ef marka má áform fyrirtækja í greininni og þeirra sem ætla að hasla sér þar völl. Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Starfsfólk Naust Marine óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! - Nútíminn er rafdrifinn Á á r i n u 2 0 1 1 b æ t t i s t f y r s t a k í n v e r s k a s k i p i ð í A T W f j ö l s k y l d u n a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.