Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 27
27
Í S I G L I N G U M
Hafnarstræti 99-101
600 Akureyri
s. 461-3006
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár!
www.janus.no Laugavegi 25
101 Reykjavík
s. 552-7499
100 % Merino ull
tvo daga, en ég fer í leyfi til
Malmö, enda á ég þar fjölda
vina en auk þess eru börn
mín tvö stödd þar í atvinnu-
leit. Nú ganga bara flugbát-
arnir milli Kaupmannahafnar
og Malmö en stóru ferjurnar
eru hættar. Það er tap á fleiru
en flugfélögunum. Eftir leyfið
er ég aftur um borð; allir hafa
í nógu að snúast, það er tek-
inn kostur og tollur, varahlut-
ir og viðhaldsgögn. Skipið
liggur, eins og vant er, segja
sumir, „úti í rassgati“, þar er
með öðrum orðum langt í
bæinn, en lítil krá, Sundakro-
gen, er í nálægri götu og þar
fá menn sér einn og einn eða
fleiri bjóra og Jagermester
eða Álaborgarákavíti sem er
svo skolað niður með meiri
bjór. Það er svo með ánægju
sem menn leysa landfestar og
stefnan er tekin á Svendborg.
Það er víða fallegt í
dönsku sundunum og vissu-
lega er leiðin inn til Svend-
borgar falleg, margt sem
gleður augað. Í landi gefur að
líta falleg lítil og stór gömul
hús, græna velli og skógar-
reiti alveg niður í sjó, á sjón-
um hraðbáta, róðrarbáta, sigl-
ara, skemmtisnekkjur, gamlar
skonnortur og kúttera auk
fjölda annara fleytna sem erf-
itt er að gefa nöfn.
Uppi í dokk sjáum við
kunnuglegt skip, Arnarfellið,
þar er pússað, slípað og mál-
að og gert við og okkur er
sagt að væntanlega verði það
afgreitt á undan okkur.
Það er svo sem í lagi.
Svendborg er ágætur staður.
Sambandsmenn eru hér nán-
ast á heimaslóðum, svo mikil
viðskipti hefur Sambandið í
Svendborg og svo oft komum
við hingað, sjómenn Sam-
bandsins.
Mælifellinu er lagt upp að
biðkaja. Og viti menn; þarna
trónar stór sandbingur. Svo
oft hefur Mælifellið tekið
sand, malar- eða grjótfarma
að undanförnu, að áhöfnin er
farin að hafa það sér til gam-
ans að benda á grjót eða mal-
arbingi í landi og segja sem
svo; Ætli þeir á skrifstofunum
hafi ekki frétt af þessari
hrúgu? Og svo lendum við
hjá þessari hrúgu í Svend-
borg.
Farmurinn héðan verður
hinsvegar fóður, bæði laust
og sekkjað, en þar sem við
komum um hádegi á laugar-
degi er ekkert lestað fyrr en
eftir helgi.
Í vélinni er aftur á móti
unnið mikið. Ráðist er í að
þvo og mála vélarreisnina,
keisinn, en það er verk sem
ekki verður unnið nema við
land, því það þarf að klifra
upp um rjáfur og rafta og
ganga línudans eftir bitum og
plönkum.
Dekkliðið hamast við að
þrífa lestarnar, því illa bland-
ast saman danskt fóður og
kríolít frá Grænlandi og vafa-
samt um nytina í eyfirskum
kúm ef þærr ættu að bryðja
grænlenskt grjót með fóðrinu.
Jói bátur stjórnar liði sínu við
hreinsunina og svo er stillt
upp skilrúmum fyrir lausa
fóðrið og loks er allt orðið
svo fínt að halda mætti ball.
Við erum sex daga í
Svendborg, því svo fór að
Arnarfellið var lestað á undan
okkur. En dagarnir eru vel
notaðir. Eftir hreinsunina í
lestunum, málar dekkliðið ut-
anborðs allt niður að sjólínu,
en vélarliðið málar, tekur upp
dælur og gerir við ljós.
Á kvöldin eiga menn frí
og það er farið í könnunar-
ferðir í verslunarhverfið, farið
í bíó, á bjórbúllur eða diskó-
tek, allt með heiðri og sóma,
en einstök atvik krydda til-
veruna.
Einn félaginn er svo upp-
tekinn að hann gáir ekki að
sér, gengur á gosbrunn og
fellur marflatur ofan í vatnið.
Þegar hann rís upp situr önd
á höfði hans. Og svo flýgur
allur flokkurinn upp með
fjaðraþyt og söng, en vinur-
inn reynir að komast upp úr
gosbrunninum – og fellur þá
ofan í aftur. Félagi hans er þá
Mælifellið við „bryggjuna“ í Ivigtut á Grænlandi.