Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 19
19
S J Ó F E R Ð A M I N N I N G A R
ið í löngum saltfisktúrum en
það varð aldrei ónýtt hjá okk-
ur,“ segir Jón Hjaltason, fyrsti
matsveinn.
Mjólkin er líka geymd í
kæliklefanum þar sem henni
hættir til að krapa. Hún end-
ist í tíu til tólf daga en eftir
það munu karlarnir nota
þynnta dósamjólk í kaffið og
út á morgungrautinn. Þeir eru
mishrifnir af henni en eiga
ekkert val.
Einhver kallar: „Glói, er
heitt á könnunni?“
Allir eiga sitt viðurnefni.
Kyndarinn, Pétur Kristjánsson
Grímseyingur, er aldrei kall-
aður annað en Pétur Þjóð-
verji. Enginn veit af hverju.
Annar er kallaður Tarsan. Sá
heitir réttu nafni Ingólfur
Guðmundsson og er Siglfirð-
ingur og bróðir hins alþekkta
Guðmundar skíðakóngs. Ing-
ólfur er vissulega vel að
manni en skipsfélagar hans
segja hávaðann í honum og
fyrirganginn minna þá á
þessa frægustu sögupersónu
heimsbókmenntanna og það
sé skýringin á nafninu. Ann-
ars varast þeir að ergja Ingólf,
ekki vegna krafta hans heldur
hinnar beittu tungu sem hann
býr yfir.
Glói er sjálfur fyrsti kokk-
urinn. Fæstir skipsfélagar
hans vita hvaðan auknefnið
er komið en hann er aldrei
kallaður Jón, aðeins Glói.
Sumir vita jafnvel ekki hvað
hann heitir réttu nafni.
„Þetta var raunar stytting á
glókollur,“ útskýrir Jón. „Þeg-
ar ég var fimm ára patti byrj-
aði ég að flækjast á sjóinn
með Manga gamla heyrnar-
lausa sem bjó á Oddeyrinni.
Hann reri á smáhorni og fór
oftast aðeins út á Pollinn en
þegar vel viðraði fórum við
stundum út fyrir Tanga.
Gamli maðurinn var með
handfæri og línuspotta en
aflann setti hann á kerru og
seldi á götuhorninu þar sem
Norðurgata og Gránufélags-
gata mætast. Hann kallaði
mig aldrei annað en glókoll-
inn sinn. Þegar tímar liðu
styttist nafnið og varð Glói.“
Á meðan kokkarnir kepp-
ast við að gera sjóklárt er
Harðbak lagt að olíubryggj-
unni, fyrir framan frystihús
KEA, og olíunni dælt út í
skipið úr tönkunum sem
standa á kambinum norðan
við frystihúsið. Klukkan er að
verða fimm síðdegis.
Skipstjórinn, Áki Stefáns-
son, færir í skipsbókina:
„Brottför ákveðin kl.
18.00.“
Var ekki „blautur“
Á meðan hásetarnir hreiðra
um sig tekur Áki stefnuna út
fjörðinn. Þetta er fyrsti túrinn
hans í skipstjórastólnum á
Harðbak. Kallinn, Vilhelm
Þorsteinsson, liggur veikur
heima í rúmi.
Áki horfir hugsandi út um
brúargluggann. Hann veit að
hann er með gott skip í
höndunum. Tækjabúnaður
skipsins er þó ekki merkileg-
ur miðað við það sem á síðar
eftir að verða en þó síst verri
en tíðkast á 6. áratugnum.
Tveir dýptarmælar og ein
fisksjá eru geymdar í kassa í
brúnni. Þegar siglt er nærri
ströndinni stýrir hann eftir
vitum, landsýn og ratsjánni
en þegar kemur á úthafið
hefur Áki ekki annað til að
ákvarða stöðu skipsins en
kompás og logg, sem skipið
dregur á eftir sér, og sextant
sem er þó aðeins hægt að
nota í góðviðri þegar sér til
himins. Á fjögurra stunda
fresti færir Áki inn í leiðar-
bókina, loggið, sem mælir
sigldar mílur, veðrið og stefn-
una. Eftir þessum upplýsing-
um þarf hann að hitta á mið-
in við Nýfundnaland og svo
Okkar bestu jóla-
og nýárskveðjur
Kafli úr bókinni Upp á líf og dauða segir frá undirbúningi veiðiferðar Harðbaks á
Nýfundnalandsmið í upphafi árs 1959. Tafir sem urðu á brottför skipsins frá Akur-
eyri gætu hafa skipt sköpum um að skipið var ekki komið með meiri afla en raun
bar vitni þegar óveðrið á Nýfundnalandsmiðum skall á.
Málin rædd á heimstími af Nýfundnalandsmiðum. Karlarnir standa aftur í gangi
undir bátadekkinu þar sem allt fylltist af ís, meira að segja á milli stoðanna hægra
megin sem héldu dekkinu uppi. Íshellirinn náði fram að bobbingunum en hitinn úr
eldhúsinu kom í veg fyrir að ísinn hlæðist á vegginn upp af þeim og gluggann,
sem sést örlítið í, næst okkur á myndinni.