Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 34

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 34
34 N E Y T E N D U R 568-0100 • stolpi@stolpiehf.is • www.stolpiehf.is Frystigámar • Sala & leiga • 20 & 40 ft. Vantar þig frystirými ? Seljum einnig gáma hús, geymslu gáma og sal ernis hús í ýms um stærðum og gerð um. Útvegum sérlausnir, sniðnar að þörf um viðskiptavina okkar. Hafðu samband! stolpi-aegir-A4-augl-3.indd 1 8.9.2011 17:36:23 Út er komin skýrsla Matís með niðurstöðum úr rannsókn sem sett var upp með það að markmiði að kanna neyslu- venjur og viðhorf tengd sjávar- fangi hjá Íslendingum á aldr- inum 18-80 ára. Könnun var sett var upp á netinu og bréf send til úrtaks frá Hagstofu Íslands í júní 2011 og bárust svör frá 525 manns. Markmiðið var jafn- framt að skoða breytingar sem orðið hafa á viðhorfum og fiskneyslu Íslendinga frá því síðustu tölur voru birtar árið 2006 fyrir fólk á aldrin- um 18-26 ára. Viðhorf og neysla Íslendinga voru greind eftir kyni, aldri, búsetu, menntun, mánaðartekjum heimilis fyrir skatt, fjölda í heimili og fjölda barna undir 18 ára í heimili. Að meðaltali borða Íslend- ingar fisk sem aðalrétt um tvisvar sinnum í viku. Ýsa er vinsælasta tegundin á borð- um landsmanna og er neytt um einu sinni í viku, en næst á eftir er þorskur. Að jafnaði taka Íslendingar lýsi um fjór- um sinnum í viku, en alls tekur um helmingur lands- manna lýsi daglega og 62% þrisvar í viku eða oftar. Al- mennt virðast Íslendingar oft- ar borða ferskan en frosinn fisk og afar lítið er keypt af tilbúnum fiskréttum kældum eða frosnum. Viðhorf til þess að borða fisk eru almennt mjög jákvæð og langflestir telja fisk hollan og góðan. Flestir telja að fjölskylda hafi mest hvetjandi áhrif varðandi neyslu fisks og að rýmri fjár- hagur, auðveldara aðgengi að ferskum fiski og meira úrval af fiski gæti haft áhrif til auk- innar fiskneyslu. Mikill munur er á fisk- neyslu og viðhorfum karla og kvenna. Konur kaupa frekar í matinn og leggja meiri áherslu á hollustu, ferskleika, aðgengi og verð. Þær eru jafnframt frekar þeirrar skoð- unar að það sé dýrt að borða fisk. Verulegur munur reynd- ist á aldurshópum, bæði hvað varðar heildar fiskneyslutíðni, neyslu mismunandi fiskaf- urða og viðhorf. Fiskneysla eykst með aldri, sem og lýsis- neysla. Áhersla á hollustu er minni meðal yngra fólks. Munur kom fram í neyslu- hegðun og neyslu mismun- andi fisktegunda og afurða eftir búsetu sem líklega má að stórum hluta útskýra með hefðum og ólíku framboði af fiski. Flestir, sérstaklega fólk í eldri aldurshópum, telja frem- ur dýrt að borða fisk. Hins vegar finnst þeim fiskur frek- ar peninganna virði en þeim sem yngri eru. Svo virðist þó sem yngsti hópurinn sé jafn- vel tilbúinn til að borga meira fyrir fisk, þar sem þeirra skoðun er að meira úrval af tilbúnum fiskréttum og fisk- réttum á veitingastöðum gæti haft áhrif til aukinnar fisk- neyslu. Jákvæðar breytingar hafa átt sér stað í fiskneyslu og viðhorfum fólks á aldrinum 18-26 ára á síðustu fimm ár- um. Þessi hópur er nú meira fyrir fisk og fiskneyslutíðni hefur aukist nokkuð sem skýrist helst af aukinni fisk- neyslu utan heimilis. Lýsis- neysla og fjölbreytni í vali sjávarfangs virðist hafa aukist. Í þessum aldurshópi hefur orðið aukning í neyslu á ferskum fiski, sushi, saltfiski og á kældum hálf-tilbúnum réttum. Fiskveiðiþjóðin farin að borða meiri fisk! Ýsa er vinsælasti matfiskurinn á Íslandi og fiskur er að jafnaði aðalréttur tvisvar í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.