Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 45

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 45
45 F R É T T I R Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. hefur óskað eftir leyfi til að auka fiskeldi sitt úr 2000 tonnum í 7000 tonn. Fyrirtæk- ið hefur hingað til einbeitt sér að þorskeldi fyrir vestan en óskar nú leyfis Skipulags- stofnunar til að bæta lax- og regnbogasilungseldi við, jafn- framt aukningu á þorskeldi. Fyrirtækið hefur staðið að uppbyggingu fiskeldis á starfssvæði sínu í Ísafjarðar- djúpi allt frá árinu 2002. Í dag er HG með sjókvíaeldi í Álftafirði og Seyðisfirði og eina tilraunakví í Skötufirði ásamt seiðaeldisstöð á Naut- eyri í Ísafirði. Í Súðavík er miðstöð sjókvíaeldisstarfsem- innar með sláturhúsi, fóður- geymslu og þjónustuaðstöðu á hafnarsvæðinu. Þar er einn- ig heimahöfn þjónustubáta starfseminnar sem eru sér- hæfðir fyrir flutning á lifandi fiski, fóðrun og veiðar til áframeldis á þorski. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri HG segir að áætlanir um þorskeldi, bæði hérlendis og í Noregi, hafi ekki gengið eftir eins hratt og áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjókvíaeldi á þorski og laxfiskum sé í grundvallaratr- iðum eins, aðstæður til eldis- ins með hlýnandi veðurfari hafi einnig styrkt það eldis- form. Hann segir fyrirtækið hafa byggt upp þekkingu og reynslu meðal starfsfólks í fiskeldi, sem og þekkingu á umhverfi Ísafjarðardjúps með fiskeldi í huga. „Markmiðið er að byggja upp fiskeldi sem getur tryggt örugg störf til framtíðar í sátt við náttúruna og með virð- ingu fyrir henni. Stefna HG við uppbyggingu fiskeldis á starfssvæði sínu við Ísafjarð- ardjúp er að unnið skuli í samræmi við sjálfbæra þróun. Sjálfbær þróun í okkar huga stendur á þremur stoðum: hagrænum, félagslegum og umhverfislegum.“ Gæti fljótt skapað tugi starfa Á vef HG segir ennfremur að verði af þessum áformum um stækkun komi störfum til með að fjölga. „Oft reikna menn með að um 15 bein störf skapist við hver 1.000 tonn sem fram- leidd eru og á þá eftir að telja afleidd störf því til viðbótar. Því gæti veruleg aukning í fiskeldi á svæðinu fljótt skap- að tugi nýrra starfa eins og reyndin virðist ætla að verða á suðurfjörðum Vestfjarða. Okkar eigin reynsla af þorsk- eldi staðfestir einnig þessa sýn um atvinnusköpun.“ Vestfirðir eru eitt af þrem- ur svæðum við Íslandi þar sem stunda má laxeldi, ásamt Austfjörðum og Eyjafirði. Ein- ar Valur segir að einörð stefna fyrirtækisins sé að fara varlega í uppbyggingu fisk- eldis í Ísafjarðardjúpi. Áfram verði lögð rík áhersla á rann- sóknir til að fyrirbyggja hugs- anlega röskun umhverfisins. Uppbygging væntanlegs fisk- eldis verði unnin í sátt við aðra atvinnustarfsemi á svæð- inu. Hraðfrystihúsið – Gunnvör vill stórauka fiskeldið HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/17-4 M 30-170 bör 400-800 ltr/klst HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Þorskur í eldiskví. Eldiskvíar HG á Álftafirði. Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.