Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 49
49
V I Ð T A L I Ð
síðast. Þær eru á annan tug-
inn,“ segir Gunnar. Margt
sjald gæfra eða ókunnugra
fiska hefur slæðst í veiðarfæri
hafrannsóknarskipanna sjálfra
en sjómenn á fiskiskipaflotan-
um eru líka duglegir að hirða
ókunnuga fiska úr aflanum
og senda Hafró fyrir Gunnar
að kanna. Nú er hann reynd-
ar kominn á eftirlaun en
krónprinsinn í furðufiskadeild
stofnunarinnar hefur tekið
við sprotanum, þ.e. Jónbjörn
Pálsson. Það var tilviljun að
Gunnar fór á sínum tíma að
setja saman „þjóðskrá fisk-
veiðilögsögunnar“, sem síðar
varð að fræðiritum.
Símaspjall við almenning var
upphafið
„Ég lærði fiskifræði í Kiel í
Þýskalandi og var samtíða
góðum kollegum sem áttu
eftir að verða samstarfsmenn
á Hafró, Guðna heitnum Þor-
steinssyni veiðarfærasérfræð-
ingi og Svend Aage-Malm-
berg haffræðingi. Samtíða
mér í námi var líka Gunnar
Jóakimsson fiskifræðingur,
sem ílentist í Kiel og starfaði
þar til dauðadags. Ég kom
beint úr námi til starfa á
Hafró í apríl 1963, læt reynd-
ar vera að nefna sérstaklega
að fyrsti vinnudagurinn var 1.
apríl! Þá var verið að vinna
eitthvað við breytingar í að-
setri Hafró að Skúlagötu 4 og
framkvæmdir hafa staðið
sleitulítið síðan þá. Alltaf er
verið að brjóta niður veggi og
reisa nýja, smíða, sparsla og
mála. Ég lagði því einu sinni
til að sett yrði ljósaskilti utan
á húsið til að láta gesti vita af
sífelldum umbrotum innan
dyra: Varúð - vinnusvæði!
Helstu viðfangsefnin fram-
an af voru rannsóknir á stein-
bít og flatfiskum en svo fóru
stelpurnar á skiptiborðinu að
vísa á mig fólki sem hringdi
með fyrirspurnir um fiska eða
annað, frekar en að ónáða
frægu fiskifræðingana úr fjöl-
miðlunum með slík erindi. Ég
ræddi málin og skrifaði hjá
mér alls kyns upplýsingar.
Smám saman varð til efni í
heila bók. Svo gerðist það að
Þorsteinn Thorarensen, eig-
andi Fjölvaútgáfunnar, kom í
heimsókn vegna samstarfs
okkar við að þýða Fiskabók
Fjölva. Hann sá efnið sem ég
hafði sankað að mér og vildi
gefa það út. Þannig varð til
fyrsta bókin með titlinum Ís-
lenskir fiskar. Þar með varð
verkefnið mun stærri hluti af
erli dagsins en áður en ég hef
samt alltaf sinnt líka steinbít
og flatfiskum.“
Skata nefnd í höfuð
sápuverksmiðju
Gunnar hefur um dagana gef-
ið fjölda „nýrra“ fiska við Ís-
land heiti og aðdragandi slíks
gat verið býsna skrautlegur.
Hann sat til dæmis í kamesi
sínu í Hafró hér um árið og
braut heilann um nafn á
sjaldséða skötu hér við land.
Sú fyrsta veiddist í Rósagarð-
inum á miklu dýpi vorið
1965.
„Gengur þá í salinn Jón
Friðriksson, rannsóknarmaður
á Hafró og bróðir Gunnars J.
Friðrikssonar, forstjóra sápu-
gerðarinnar Friggjar. Þá laust
niður í kollinn að nefna fisk-
inn friggjarskötu. Fljótlega
fékk ég bakþanka og hugsaði
sem svo að almannarómurinn
færi að uppnefna fiskinn og
kalla frygðarskötu! Á Akureyri
var önnur sápuverksmiðja
sem Sjöfn hét á þeim tíma.
Ég hallaði mér að henni við
„skírnarathöfnina“ og nefndi
fiskinn Sjafnarskötu.“
Meira finnst nú af
hlýsjávarfiski
Gunnar segist alltaf hafa ver-
ið í góðu sambandi við sjó-
menn og það hlýtur að skipta
fiskifræðing máli. „Já, auð-
vitað kemur fyrir að sjóararnir
senda okkur tóninn og segja
að fiskifræðingar viti ekkert í
sinn haus en þeir sjálfir viti
betur og hafi alla hluti á tæru.
Við látum þá bara halda það!
Oft eru það sömu áhafnirnar
eða sömu sjómennirnir sem
hugsa til okkar með furðu-
fiskana. Meiri tengsl skapast
því við suma en aðra, eins og
gengur.“
Það sést á því sem upp úr
sjónum slæðist að andrúms-
loft jarðar hlýnar, enda finnst
meira af hlýsjávarfiski við Ís-
land en áður. Fiskur hefur
líka fært sig til í sjónum. Teg-
undir sem áður voru nær ein-
Svokallaðir athafnamenn, gjarnan kenndir við útrás og vík-
inga, sækja greinilega ýmsar hugmyndir um nöfn á félögin
sín í djúpsjávarfiska. Það á vel við svona út af fyrir sig. Tvö
slík félög eru til að mynda skráð og tengjast viðskiptasam-
steypunni Milestone, Svartháfur ehf. og Aurláki ehf.
Svartháfur sjávarins er með langa og áberandi bakugga-
gadda og margyddar tennur í kjafti. Það segir ýmislegt um
lunderni hans í fiskaríkinu og ef til vill má draga viðskipta-
fræðilegar ályktanir af því að fjármálafélag sé nefnt eftir hon-
um.
Aurláki er furðufiskur í útliti og heldur sig meðal annars
á hvínandi dýpi í köldum sjó við norsku skattaparadísina
Svalbarða. Svo er hann líka nálægt Jan Mayen og þar í landi
má örugglega komast í skjól fyrir sköttum, ef menn svo
kjósa.
Gunnar Jónsson fiskifræðingur er höfundur heitisins aur-
láki og segist hafa orðið dálítið hissa þegar fréttist að furðu-
fiskurinn væri líka kominn í sjálfa hlutafélagaskrá lýðveldis-
ins. „Þeir eru greinilega miklir húmoristar, útrásarmennirnir.
Ekki veit ég hvaða skilaboðum þeir vilja koma á framfæri
með því að kalla sig aurláka. Sjálfur hugsa ég ýmislegt!“
Hvaða hlutverki gegna svo Aurláki og Svartháfur?
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins 29. september 2009 segir að
Aurláki ehf. sé í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wer-
nerssona og hafi fengið lán til að kaupa verslunarkeðjuna
Lyf og heilsu út úr Milestone. Eða eins og Moggi segir í fyrir-
sögn fréttarinnar: „Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu“.
Viðskiptablaðið segir 12. febrúar 2011 að tvö félög hafi
verið „stofnuð til að komast fram hjá lánareglum Glitnis“ og
„meðal annars notuð til að endurfjármagna skuldir Mile-
stone“. Annað er Svartháfur ehf., í eigu bræðranna Werners-
sona, hitt er Földungur ehf., í eigu Einars og Benedikts
Sveinssona. Fram kemur að félögin skuldi samtals hátt í 80
milljarða króna, samkvæmt síðustu birtu ársreikningum, en
raunverulegar eignir séu nálægt 1,3 milljörðum króna!
Földungsheitið í viðskiptafléttunni er líka sótt í hafdjúpin.
Gunnar Jónsson lýsir Földungi svo í Íslenskum fiskum: „Mið-
sævisfiskur, sem lítið er vitað um. Hann mun þó vera gráð-
ugur ránfiskur eftir tönnunum að dæma.“
Engar tilviljanir í nafngiftum félagsvafninga viðskiptalífsins.
F I S K A F R Ó Ð L E I K U R
Útrás í ránfiskaríki