Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.2011, Blaðsíða 22
22 Það er því alltaf mjög hlýtt í eldhúsinu enda vélin alltaf glóandi, ef ekki við kaffihitun þá vegna eldamennskunnar. „Og kannski,“ veltir Glói fyrir sér, „varð þetta til þess að keisinn ísaði minna.“ Eldhúsið og matsalurinn, sem lágu saman, voru framar- lega í keisnum eða því sem næst miðskipa. Þetta var kostur. „Það jós sjaldnar af borð- um hjá okkur en í þeim skip- um þar sem borðsalurinn lá aftar,“ útskýrir Glói. „Í Sval- bak til dæmis var borðsalur- inn mun nær skutnum en þar var ég um tíma annar kokk- ur. Eitt sinn sigldum við til Þýskalands með fisk og tók- um eins litla olíu og komast mátti af með en útgerðin sparaði stóran pening á að kaupa hana í útlandinu. Skip- ið var því létt að aftan, lá á nösunum eins og það var kallað. Svo var það eitt sinn að fyrsti sagði mér að leggja á borð sem ég gerði en varla hafði ég lokið því en að skip- ið hjó í ölduna og allur borð- búnaðurinn kom í bakið á mér. Aftur, sagði fyrsti, og ég greip annan umgang af disk- um og meðfylgjandi. En auð- vitað fór allt á sömu leið. Skipið hjó og hreinsaði allt af borðunum. Þegar kokkurinn ætlaði að láta mig leggja á borðið í þriðja skiptið var mér nóg boðið, þreif nokkra diska og henti þeim í vegg- inn um leið og ég benti kokkinum á þá augljósu stað- reynd að þetta væri miklu fljótlegri leið til að brjóta allt leirtau skipsins en að standa í þeim óþarfa að leggja það fyrst á borð. Harðbakur hegðaði sér ekki svona.“ Harðbakur hefur orð á sér fyrir að vera snyrtilegasta skipið í flotanum. Á heims- tíminu er kallinn vanur að láta hásetana skúra og fægja skipið hátt og lágt, kopar í handriðum er pússaður, veggirnir í brúnni bónaðir og dregið úr reykingum frammi í hásetaíbúðunum enda er kall- inum illa við að menn reyki þar niðri. Skyndilega er Áki truflaður í hugrenningum sínum. Fyrsti vélstjóri, Sigþór Valdimars- son, er kominn upp í brú. Hann á fasta vakt á milli 6.30 á morgnana til 12.30 en þess á milli er hann eins og grár köttur í vélarrúminu og lætur ekkert fram hjá sér fara. Sig- þór hefur vondar fréttir að færa. Pakkning á hátrukks- stöng, öðru nafni stimpil- stöng, er sprungin og gufan hvissast niður með stönginni. Yfirmennirnir bera saman bækur sínar. Niðurstaðan verður sú að þeir ákveða að snúa til baka og láta skipta um pakkningu. Skipið er komið út undir Svalbarðseyri. Skammdegismyrkrið hefur tekið völdin þegar Harðbakur leggst öðru sinni þennan dag að bryggju á Akureyri. Klukk- an er átta um kvöldið. Löngu síðar, þegar skip- verjar á Harðbak rifja upp þessa atburði, segist Arnald Reykdal, háseti um borð, vera í litlum vafa um að þessi bilun hafi jafnvel bjargað lífi áhafnarinnar. „Vegna þessarar tafar vorum við ekki með nema um 120 tonn af fiski þegar óveðrið skall á sem var hin besta kjölfesta fyrir Harð- bak án þess þó að þyngja hann um of. Ef aflinn hefði verið meiri hefði skipið setið neðar, tekið á sig meiri sjó og ísingin þar af leiðandi orðið enn djöfullegri. Og hver veit hvað þá hefði gerst?“ Af stað, öðru sinni „Pabbi er kominn aftur.“ For- viða húsmæður og ofsakát börn taka á móti sjómönnun- um. Sumir þeirra eru enn í foreldrahúsum. Aðrir koma heim í auðar vistarverur. En það er sama hvernig heimilis- aðstæður eru, þeir eru allir fegnir einni aukanótt í landi. Togurunum er haldið úti af mikilli hörku. Þessi dýru at- vinnutæki ávaxta sig illa við bryggjuna og kerfið ýtir undir að útgerðarmenn sendi skipin aftur á miðin um leið og löndun lýkur. Vegna hinnar bágu afkomu togaraflotans hefur ríkisvaldið fallist á að greiða útgerðunum vissa fjár- hæð á hvern úthaldsdag. Þetta styrkjakerfi hefur verið við lýði frá síðsumri 1954 og stundum orðið til þess að togarar eru ekki látnir sigla á fullu vélarafli til heimahafnar en um það talar enginn upp- hátt. Togararnir skapa at- vinnu og meginmálið er að þeim sé haldið til veiða. Og það gera menn svikalaust. Út- haldsdagar ÚA-togaranna eru oftast yfir 300 á ári. Árið 1961 er Harðbakur 324 daga á sjó. Sjómennirnir fylgja með og taka sér sjaldan frí. Lengd stoppa á milli túra eru samn- ingsbundin, heilar tuttugu og fjórar klukkustundir. Stund- um fá þeir þó fáeina daga í landi þegar skipið fer í ketil- S J Ó F E R Ð A M I N N I N G A R Upp á líf og dauða Bókin Upp á líf og dauða geymir þrjá sjóferðaþætti. Sjá fyrsti segir af Ný- fundnalandsveðrinu 1959 þegar togar- inn Júlí fórst. Harðbakur lenti í sama óveðri. Hér segja skipverjar í fyrsta sinn frá reynslu sinni, veðrinu og bar- áttunni fyrir lífi sínu. Jón Hjaltason sagnfræðingur skráði. Séra Sigurður Ægisson skrifar um hinstu sjóferð Elliða. Átakanleg frá- sögn. Varðskip klífur himinháar öldur á 17 hnúta hraða, skipstjórinn á Júpiter gengur fram af körlunum og á Elliða berst áhöfnin fyrir lífi sínu. Tveir tapa því stríði. Björgun hinna er lyginni líkust. Aprílveðrið 1963 kostaði 16 sjómenn lífið. Gylfi Björnsson segir frá. Hann sá vini sína hverfa í veðurofsann, þeir sáust aldrei framar. Óvenju hreinskilið viðtal við sjómann sem sneri aldrei aftur á sjóinn. Júlíus Kristjánsson á Dalvík skráði. Útgefandi er Völuspá, útgáfa. Sigurður Ægisson - Júlíus Kristjánsson - Jón Hjaltason Harðbakur EA í Nýfundnalandsveðrinu 1959 Elliði SI ferst - Páskaveðrið 1963 á Eyjafirði Upp á líf og dauða Ragnar Malmquit og Einar Möller Færeyingur vð skipasmíðar um borð í Harðbak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.