Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 53

Ægir - 01.10.2011, Síða 53
53 F R É T T I R Stóraukin umsvif í fiskeldi Áform um aukin umsvif í fisk- eldi hérlendis eru eitt af því sem athygli vekur þegar blaðað er í nýlegri skýrslu Ís- lenska sjávarklasans um „um- svif, tækifæri og áskoranir“ í haftengdri starfsemi af ýmsu tagi. Skýrslan var birt fyrst á málþingi Sjávarklasans í Mar- el í nóvember sl. og hana er að finna á vefnum sjavarklas- inn.is. Þór Sigfússon hagfræðing- ur vinnur að því að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um Íslenskan sjávarklasa og býr sig undir að verja doktorsrit- gerð um framtíðarsýn sína í þeim efnum við Háskóla Ís- lands. Vilhjálmur Jens Árna- son, heimspekingur og verk- efnisstjóri, skrifaði skýrsluna umræddu og Þór kom þar einnig við sögu sem höfund- ur. Sjávarklasinn er þegar orð- inn til sem tengslanet með hóp athafnafólks í baklandi sínu, þar á meðal Jóhann Jón- asson í 3X, Árna Odd Þórðar- son hjá Eyri Invest, Guðmund Kristjánsson í Brimi, Gunnþór Ingason í Síldarvinnslunni og Birnu Einarsdóttur í Íslands- banka. Verkefnið er vistað hjá Viðskiptafræðistofnun Há- skóla Íslands og drifið áfram af viðkomandi fyrirtækjum og stofnunum. Það stefnir allt í að Sjávarklasinn verði til húsa í Bakkaskemmu Faxaflóa- hafna á Grandagarði. Skýrslan umrædda er fróð- leg samantekt um þróun í haftengdri starfsemi hérlendis en einnig í alþjóðlegu sam- hengi. Þar skal staldrað við yfirlit um hið helsta sem er að gerast í fiskeldi á Íslandi. • Stolt Sea Farm hyggst hefja eldi á senegalflúru í strand- stöð við Reykjanesvirkjun, fyrst seiðaeldi og síðan áframeldi. Gert er ráð fyrir um 50 starfsmönnum og að allt að 75 störf til viðbótar geti fylgt starfseminni. • Íslensk matorka hefur hafið framleiðslu í eldisstöðinni Fellsmúla í Landsveit með hugmyndafræði sjálfbærni að leiðarljósi. Vatn frá bleikjueldi er notað fyrir beitarfisk og meiningin er svo að nýta vatn frá beitar- fiskinum til að rækta krydd- jurtir í gróðurhúsi. Fyrirtæk- ið áformar að reisa eldis- stöð fyrir beitarfisk og bleikju á Reykjanesi. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 60-80. • Fjarðalax ehf. í Tálknafirði hefur uppi áform um eldi í þremur fjörður á sunnan- verðum Vestfjörðum og að starfsmenn verði orðnir 45 þegar líða tekur á árið 2012. • Arnarlax gerir ráð fyrir að skapa 50 manns vinnu við laxeldi og framleiðslu á Bíldudal. • Rifós í Kelduhverfi framleið- ir bleikju og lax og áformar að stækka stöðina og auka- umsvifin, m.a. til að anna eftirspurn í Bandaríkjunum. • Stofnfiskur hefur unnið að því að stækka starfsstöðvar sínar til að auka framleiðslu laxahrogna. Félagið flytur út 50 milljón laxahrogn í ár en gert er ráð fyrir tvöfalt meiri útflutningi á næsta ári eða um 100 milljón laxa- hrognum. • Laxar fiskeldi ehf. áformar áframeldi á laxi í sjókvíum á Reyðarfirði, sem skapa muni 30 ársstörf og 20 af- leidd störf að auki. Miðað er við að starfsemin verði byggð upp á nokkrum næstu árum. Þór Sigfússon hagfræðingur í ræðustóli á málþinginu í Marel. Sveinn Kjartanson, matreiðslumeistari á Fylgifiskum, mætti með vænan þorsk í ræðustól á málþingi Sjávarklasans í Marel og fjallaði um hve margar ólíkar vörur þorskfiskur gæti gefið af sér. Nú stefnir í mikla fjölgun starfa í fisk- eldi, ef marka má áform fyrirtækja í greininni og þeirra sem ætla að hasla sér þar völl. Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári! Starfsfólk Naust Marine óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! - Nútíminn er rafdrifinn Á á r i n u 2 0 1 1 b æ t t i s t f y r s t a k í n v e r s k a s k i p i ð í A T W f j ö l s k y l d u n a

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.