Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2011, Síða 14

Ægir - 01.10.2011, Síða 14
14 H J Á L P A R S T A R F Íslenskir framleiðendur á þurrkuðum fiskafurðum eru stærstu styrktaraðilar verk- efnisins „Mission for vision“ í Calabar í Nígeríu. Nú í haust var því fagnað að 22 þúsund augnaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar í verkefninu en það hófst árið 2003. Augnað- gerðaverkefnið hefur frá upp- hafi miðað að því að gefa blindu og sjónskertu fátæku fólki í Nígeríu sýn á ný en þetta er fólk sem fátæktar sinnar vegna hefur ekki efni á að greiða fyrir slíkar aðgerðir á sjúkrahúsi. Framlag ís- lensku framleiðendanna dugir fyrir 2000 augnaðgerðum ár- lega. Sendinefnd frá Íslandi var viðstödd þessi tímamót og varð vitni að því þegar fólk sem misst hafði sjónina upp- liði að lokinni aðgerð að sjá veröldina á ný. Þiggjendurnir byrja á að koma í skoðun en flestir eru með vagl eða gláku. Með ein- faldri leysiaðgerð er þeim tryggð sjón í langflestum til- vikum. Aðgerðin sjálf tekur ekki nema rétt um 5 mínútur en sjúklingarnir þurfa að vera á spítalanum 3-5 daga og koma svo í eftirlit tvisvar eftir aðgerð. Allt ferlið er sjúk- lingnum að kostnaðarlausu. Starfsfólk spítalans er flest heimafólk en yfirstjórnin og læknirinn sem framkvæmir aðgerðirnar eru frá Indlandi. Áhrifarík stund „Það var mjög áhrifaríkt að upplifa þessa stund, sjá gleðina í augum þessa fátæka fólks og finna einlægt þakk- læti í okkar garð sem höfum staðið að þessu verkefni,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fisk- miðlunar hf. á Dalvík en fyr- Alls hafa um 22 þúsund manns í Calabar farið í augnaðgerðirnar sem að stærstum hluta eru mögulegar vegna stuðnings íslenskra afurðaframleiðenda. Um er að ræða fátækt fólk sem annars hefði ekki haft ráð á þessum aðgerðum. Íslenskir framleiðendur þurrkaðra fiskafurða: Gera þúsundum Nígerubúa kleift að öðlast sjón á ný Aðalsteinn Þorsteinsson hjá Þurrkuðum fiskafurðum hf. í Grindavík að hlaða afurðagáminn sem fer til Nígeríu sem framlag íslensku fyrirtækjanna í augnverk- efnið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.