19. júní - 19.06.2007, Síða 5
þessum hætti eftir því hvort þær
eru lífrænar eða ekki. Þetta er
alger brandari – en líka háalvar
legt.
Dúkkurnar fást sérpantaðar af
netinu, kaupandinn gefur upp
númerið á dúkkunni sem hann
langar mest í, hvernig hárkollu
hún eigi að vera með, hvernig
hann vilji hafa augun og varirnar.
Hljómar ótrúlega en svona er
þetta. Ég er oft vænd um að vera
fantasíuhöfundur en ég er mjög
raunsæ í mínum skrifum, allt
sem gerðist í þessari ótrúlegu
„extravagant“ sögu Yosoy, hefði
getað átt sér stað í raunveruleik
anum, það er ekkert sem mælir á
móti því.
Það er hægt að kalla þessa
bók sem ég er með í smíðum
feminíska því hún er í raun mjög
kynjafræðileg. Og þótt það ætti
auðvitað alls ekki að vera nauð
synlegt vil ég samt taka fram að
ég er ekki að skrifa bók um
vonda karlmenn sem breyta
konum í ríðidúkkur. Mér finnst
plastdúkkurnar ekki endilega
bera vott um kvenfyrirlitningu
eigenda þeirra heldur fyrst og
fremst kvenótta, hreinlega ótta
við lífið. Þú getur alveg treyst á
dúkkuna – hún fer ekki frá þér.
Hún niðurlægir þig ekki, gerir
ekkert óvænt. Þessi kvenótti er
ekki endilega að aukast í sam
félaginu heldur er hann að koma
meira upp á yfirborðið. Þessi
ótti hefur líklega oftast verið í
gervi kvenfyrirlitningar og haturs
en núna er hann frekar hreinn
og tær ótti, því það er ekki sam
félagslega viðurkennt lengur
að brenna konur á báli eða
hafa þær hlekkjaðar einhvers
staðar.“
Hvaða kona eða konur koma þér í
hug í tengslum við hugtakið
kvenréttindi eða jafnrétti
kynjanna? Stendur einhver ein
upp úr?
„Fyrir mér eru þessi mál miklu
frekar persónuleg en pólitísk. Ég
sé helst fyrir mér þær konur sem
hafa aukið skilning minn í gegn
um tíðina, konur sem eru ekki
endilega þekktar og því er erfitt
að slá um sig með einhverjum
nöfnum. Það eru ekki mörg ár
síðan mér varð nóg boðið, botn
aði eiginlega ekki í þessu sam
félagi sem ég bjó í. Ég skildi þó
að ég var samdauna hinum við
teknu gildum, norminu sem ég
var alin upp við. Það er mjög ríkt í
okkur mannfólkinu að finnast allt
eiga að vera eins og það hefur
alltaf verið. Svo ég fór í eins konar
vitsmunalegt ferðalag til að kanna
hvað allar þessar stórgreindu og
áhugaverðu konur voru og eru að
segja, um hvað þær vilja vekja
okkur til vitundar um og af hverju
það skiptir máli að sjá út fyrir
normið. Hvernig hlutirnir gætu
verið öðruvísi og betri. Við erum jú
öll alin upp í okkar kunnuglega
samfélagslega umhverfi og öllum
þykir óþægilegt þegar verið er að
rugga bátnum eða fikta í veru
leikanum eins og þeir þekkja
hann.
Mér fannst það líka óþægilegt
en ákvað að demba mér í þessa
svakalegu „missjón“, láta mig
hafa það að vera eins og bjáni og
spyrja spurninganna. Um hvað
snýst þetta? Maður fær alltaf það
sem maður biður um og þarna
opnaði ég fyrir ákveðinn lærdóm.
Og ég leitaði til kvenna sem urðu
mínar ljósmæður í þessari
vakningu.
Mér finnst erfitt að bæði hitta,
og sjá á opinberum vettvangi,
ungt fólk sem virðist mikið í mun
að viðhalda ranghugmyndum um
karla og konur og samfélagið í
heild sinni. Breytingar geta verið
svo sársaukafullar og það er ógn
vekjandi hversu mikið maður þarf
að leggja á sig sjálfur til að losna
undan þeirri heimóttarlegu
tilfinningu að best sé að hafa allt
eins og það hefur alltaf verið.
Nýjar hugmyndir verður maður
að heyra aftur og aftur og aftur
áður en maður meðtekur þær að
fullu og þess vegna er ég innilega
þakklát þeim konum og mönnum
sem taka að sér það gífurlega
mikilvæga verkefni að segja það
sama, aftur og aftur, í sorglegri