19. júní


19. júní - 19.06.2007, Page 10

19. júní - 19.06.2007, Page 10
Sigurveig Guðmundsdóttir gegndi formennsku í Kvenréttindafélagi Íslands frá árinu 1969 til ársins 1971 þegar Guðný Helgadóttir tók við. Sigurveig lifði mikla umbrotatíma og upplifði flesta sigra sem náðst hafa til þessa í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Hún var lengst af barna- kennari í Hafnarfirði og sjö barna móðir sem eigi að síður gaf sér tíma til að vinna samfélaginu gagn. Varstu búin að vera lengi í Kvenréttindafélaginu áður en þú tókst við formennsku? „Já, já, það var einhvern tíma í kringum 1960 að ég gekk í félagið og var í stjórn þess frá 1964­1971.“ Var áhugi á kvenréttindum og jafnréttisbaráttu þér í blóð borinn? „Það var fyrst og fremst uppeldið á æskuheimili mínu sem réð því. Pabbi var kvenréttindamaður og mamma fylgdi því. Hann var brautryðjandi lýðháskólanna en var of snemma á ferðinni. Aðrir tóku við því verki síðar og luku því. Svo fór ég í Kvennaskólann fimmtán ára og þar fékk kven­ réttindafræið að spíra. Óbeint þó því það var aldrei talað beint um það. Ragnheiður Jónsdóttir kenndi mér og Ingibjörg H. Bjarnason var skólastjóri. Ingibjörg var drottning. Maður talaði ekki við Sigurveig Guðmundsdóttir Vildi vera forystukind sem héldi hópnum saman Texti: Steingerður Steinarsdóttir hana heldur stóð frammi fyrir henni. Hún var okkur fyrirmynd. Hún kenndi okkur hvernig við ættum að bera okkur. Við áttum ekki að ganga með hendur í vösum heldur ganga reistar. Hún kenndi líka hvernig við ættum að hirða okkur, sinna tannvernd og ýmislegt.“ Á þessum árum var ekki algengt að konur færu í framhaldsnám. Hvað varð til þess að þú gerðir það? „Nei, starfsréttindi höfðu varla nokkrar konur nema kennslu­ konur og hjúkrunarkonur. Þess vegna var sagt í frægri hátíðar­ ræðu á Hótel Borg þegar einn skólamaður mælti þar fyrir minni kvenna og sagði: „Móðir, kona, meyja. Ekkert af þessu verður sagt um kennslukonur.“ Óbein áhrif frá Ragnheiði urðu til þess að ég fór í Kennaraskólann. Hún kenndi mér sögu sem ég hafði mjög gaman af. Ég var barna­ kennari og kunni mjög vel við starfið. Mér þótti afskaplega gaman að vera í skólanum.“ Sigurveig átti fjóra drengi og þrjár stúlkur. Hún vann alla tíð utan heimilis. Hvernig gekk það fyrir daga leikskólanna? „Maðurinn minn hjálpaði mér við húsverkin. Þegar samstarfs­ konur mínar kvörtuðu undan eiginmönnum sínum sagði ég aldrei neitt því minn maður vann húsverkin á móti mér. Annars hefðum við ekki getað rekið þetta heimili. Engir leikskólar voru til en fyrstu árin hafði ég stúlkur á heimilinu. Unglinga sem aðstoðuðu mig.“ Hvað var að þínu mati efst á baugi þegar þú gegndir formennsku í Kvenréttindafélaginu? „Stórmál var bygging Kvenna­ deildar Landspítalans. Það var ekki einfalt mál að berjast fyrir því. Steinunn Finnbogadóttir kom til mín með uppástungu að því máli. Ég lagði einnig fram tillögu um að Rauðsokkar fengju aðild að Kvenréttindafélaginu, líklega árið 1970. Sú tillaga var aldrei bókfærð því þetta var á aðal­ fundi og miklar deilur voru á fundinum. Fundarritara óx yfir höfuð fundargerðin sem varð því mjög léleg og mikið deilt um hana síðar.“ Þér hefur þá fundist þið eiga það margt sameiginlegt með Rauðsokkum að sjálfsagt væri að bjóða þeim aðild? „Já, og ég lít þannig á að eðlileg formennska sé í því fólgin að ég væri eins og forystukind sem alltaf vildi halda hópnum saman. Ekki endilega á þann veg að ég væri ein í framkvæmdunum heldur fremur að ég leiddi. Ég fann undir eins minn spámann og leiðsögumann í félaginu og það var Anna Sigurðardóttir. Við vorum miklar vinkonur og ég saknaði hennar mjög þegar hún féll frá. Mér þótti vænt um Önnu. Við vorum saman einn vetur í öðrum bekk í Kvennaskólanum. Hún var þar algert skólaljós, eins og reyndar var alls staðar, hvort sem var til munns eða handa. En auðvitað stóð það ekki nema einn vetur að við værum saman því hún var látin hlaupa yfir bekk. Hún var mikil gáfukona og hefði átt að fara í háskóla því hún var prófessorsefni. Það var hún sem fór með mig á Rauðsokkafund upp á Skólavörðustíg og þar hitti ég þessar konur í Rauðsokka­ hreyfingunni. Þannig æxlaðist það svo að þær vildu ganga í Kvenréttindafélagið en eins og áður er sagt upphófust mótmæli þegar tillagan var borin fram. Okkur Önnu Sigurðardóttur fannst báðum að stefna Rauð­ sokka væri framtíðin. En það var skiptingin milli hægri og vinstri í stjórnmálum sem réði miklu. Rauðsokkar voru álitnar vinstri sinnaðar og pólitík réð því að svona fór að Rauð­ sokkum var ekki boðin aðild að KRFÍ sem ég álít að hafi verið skaði fyrir félagið. Pólitíkin skipti meira máli á þessum árum en málefni og skipting milli hægri og vinstri var skarpari. Eldri konurn­ ar voru líka hræddar við fram­ gangsmáta Rauðsokka.“ Kvenréttindafélaginu voru konurnar allar meira og minna menntaðar. Sumar höfðu ekki prófgráðu upp á það en engu að síður höfðu þær mikla menntun því þær komu úr einhverjum hópum sem voru menningarhópar. Nei, starfsréttindi höfðu varla nokkrar konur nema kennslukonur og hjúkrunarkonur. Þess vegna var sagt í frægri hátíðarræðu á Hótel Borg þegar einn skólamaður mælti þar fyrir minni kvenna og sagði: „Móðir, kona, meyja. Ekkert af þessu verður sagt um kennslukonur.“ 10

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.