19. júní - 19.06.2007, Side 12
Sólveig Ólafsdóttir var formaður
Kvenréttindafélags Íslands árið
1975.
Hvaða málefni voru helst til
umræðu þegar þú varst formaður
Kvenréttindafélagsins?
„Fyrst nefni ég lögin með langa
nafninu – um ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlíf og barneignir og
um fóstureyðingar og ófrjósemis
aðgerðir, sem sett voru árið 1975.
Árin tvö þar á undan áttu sér stað
miklar og harðar umræður um
tvö frumvörp til þessara laga
(1973 og 1974), en þær snerust
aðallega um það, hvort konur
ættu sjálfar að hafa síðasta orðið
um fóstureyðingu. Fundir voru
haldnir víða og um málið var hart
deilt í fjölmiðlum. Það voru vissu
lega skiptar skoðanir innan KRFÍ
um málið, en meirihluti stjórnar
var þeirrar skoðunar, að málið
snerist fyrst og fremst um sjálfs
ákvörðunarrétt kvenna og sendi
Alþingi umsögn í samræmi við
það. Harkan í deilum birtist með
ýmsum hætti og eftir að lögin
voru samþykkt spurði einn virðu
legur maður mig hvort við værum
nú ekki stoltir morðingjar! En
lögin hafa staðið fyrir sínu og eru
enn í gildi.
Næsta minnisstæða málið er
Kvennafrídagurinn 24. október
1975. Nafnið á honum er líka
dæmi um málamiðlanir, sem
stundum varð að finna – eðli
legast hefði verið að kalla atburð
inn kvennaverkfall, sem það var í
raun. Ég veit ekki hvort hægt er
að lýsa þessum degi með orðum.
Margir hafa örugglega heyrt ótal
sögur hver um atvik, sem áttu sér
stað þann dag. Það var hreinlega
ólýsanleg upplifun að sjá sam
Sólveig Ólafsdóttir
Umræðan snerist um
fóstureyðingar
Viðtal Svanhildur Steinarsdóttir
stöðuna meðal kvenna í sam
félaginu, sjá hinn mikla fjölda á
Lækjartorgi og finna rafmagnað
andrúmsloftið þar. Það er skoðun
mín, að Kvennafrídagurinn hafi
verið sá atburður á áttunda
áratugnum, sem hafði víðtækust
áhrif á hugsunarhátt og viðhorf
kvenna til jafnréttisumræðu.
Enn eitt mál verð ég að nefna,
en það eru skattamálin. Ég verð
næstum því þreytt við tilhugsun
ina um alla þá vinnu, sem KRFÍ
lagði í það mál. Skattamál karla
og kvenna höfðu verið á dagskrá
félagsins um árabil og mikið reynt
til að fá undarlegum reglum um
þau breytt. En þegar lagt var fram
frumvarp til nýrra skattalaga árið
1976, átti endanlega að spyrða
hjón saman í fjárhagslegu tilliti og
lögfesta helmingaskiptareglu og
samsköttun í eitt skipti fyrir öll.
KRFÍ brást hið versta við. Félagið
sendi ítarlegar umsagnir um
málið, hélt fundi, stjórnarkonur
fóru á fundi út um borg og bí –
boðnar eða óboðnar eftir atvikum
– enda hvíslaði einn ágætur ráð
herra að mér á einum slíkum
fundi: „Þið ofsækið mig, Sólveig.“
Er skemmst frá því að segja, að
við gerðum út af við þetta frum
varp.
Eitt lífseigasta baráttumál KRFÍ
alveg frá upphafi og enn í dag er
aukin stjórnmálaþátttaka kvenna.
Skilningsleysi á mikilvægi þessa
máls hefur lengi verið með ólíkind
um. Það eru t.d. aðeins fáar vikur
síðan ég heyrði formann í stjórn
málaflokki segja, að hann skildi
nú eiginlega ekki allt þetta tal um
karla og konur í forystu – eins og
það skipti öllu máli! Allan áttunda
áratuginn var hlutfall kvenna á
Alþingi 5% – aðeins þrjár konur
áttu þar sæti. Konur eru enn
aðeins um þriðjungur þingmanna.
Mér er minnisstætt að eitt sinn er
ég fór á þingpalla og var með son
minn með mér. Hann horfði dá
góða stund yfir þingsalinn og
sagði svo stundarhátt: „Hvar eru
allar konurnar, mamma?“ Bragð
er að þá barnið finnur!“
Hvaða málum finnst þér brýnast
að taka á í dag?
„Það er erfitt að nefna einhver
sértæk verkefni í þessu sam
bandi. Augljóst er að baráttunni
um launajafnrétti er alls ekki
lokið. Það er líka undarlegt hve
seint gengur að breyta almennu
hugarfari fólks til raunverulegs
jafnréttis, hvort sem það snýr að
stjórnmálaþátttöku kvenna og
karla, viðskipta og atvinnulífi eða
bara almennu daglegu umhverfi
og lífi fólks. Ef hægt væri að leysa
þetta með einni aðgerð væri það
kannski helst með því að ráðast á
glerþakið og mölva það mélinu
smærra og sópa því út í hafs
auga!“
Hvernig sérðu framtíðina fyrir
þér?
„Að okkur takist að ná slíku
kynjajafnvægi í samfélaginu, að
fyrrverandi formenn þurfi ekki að
svara nema sagnfræðilegum
spurningum í framtíðinni!“
12