19. júní - 19.06.2007, Page 17
17
Lára V. Júlíusdóttir var formaður
KRFÍ árin 1986 – 1989. Hún er
hæstaréttarlögmaður og starfar
hjá Borgarlögmönnum en sinnir
auk þess störfum sem lektor við
Lagadeild Háskóla Íslands.
Hvað var efst á baugi í kvenrétt-
indabaráttunni í þinni stjórnartíð?
„Það var aðallega tvennt sem við
lögðum áherslu á hjá Kvenrétt
indafélaginu í minni stjórnartíð.
Það var annars vegar að fjölga
konum á framboðslistum til bæði
sveitastjórna og alþingis, enda
voru þá kosningar til beggja og
vekja upp umræðu um nauðsyn
þess að konur væru í framboði.
Hins vegar var megináhersla okkar
á launamálin sem koma alltaf upp
í umræðunni, aftur og aftur.
Við hvöttum konur markvisst til
þess að vera virkari í stjórnmálum
og héldum fundi með þingkonum
og þeim sem sýndu áhuga á
stjórnmálum.
Árið 1988 vorum við með
undirskriftasöfnun þar sem við
skoruðum á Vigdísi Finnboga
dóttur að bjóða sig fram til forseta
aftur en þá var hennar þriðja
kjörtímabil að byrja. KRFÍ hvatti
hana óspart til áframhaldandi
framboðs og við vorum þær fyrstu
sem skoruðu á hana. Mér finnst
við því eiga svolítið í Vigdísi. KRFÍ
var nokkuð sýnilegt á þessum
tíma. Við vorum með mjög fjöl
sótta hádegisfundi þar sem fram
komu fyrirlesarar, umræður
fylgdu í kjölfarið og þessi miðlun
okkar fékk töluverða umfjöllun í
samfélaginu.
Þá var meiri fókus á atvinnu
þátttökunni. Það varð auðvitað
sprenging í samfélaginu frá 1960
– 1985 þegar konur fóru af
Lára V. Júlíusdóttir
Launaleyndin er kúgunartæki
Viðtal: Hrund Hauksdóttir
heimilunum og út í atvinnulífið.
Verulegur skortur var á barna
heimilum og mikið álag á fjölskyld
um sem skapaðist vegna flókinn
ar samþættingar vinnu og barna
gæslu. Umræðan í þá tíð mark
aðist mjög af þessu umhverfi.“
Hvaða kona kemur þér fyrst og
helst í hug þegar jafnréttismál ber
á góma?
„Mér þykir Vigdís Finnbogadóttir
hafa verið mjög mikilvæg fyrirmynd
allra og ekki síst ungviðisins.“
Hver er skoðun þín á stöðu
launamálanna?
„Staðan er alls ekki nógu góð þótt
margt hafi tekið stakkaskiptum
eins og menntunarstaða kvenna
sem er mjög góð; konur hika
hvergi í þeim efnum og í dag
þykir sjálfsagt að þær fari í
langskólanám. Konur eru líka að
sækja fram á atvinnumarkaðinum
og ná stórkostlegum árangri.
Það varð heilmikil vakning í
jafnréttisbaráttunni árið 1975, á
kvennaárinu, og ég tel að í dag
séum við að uppskera það sem
við sáðum til þá, sem sést t.d. á
nýafstöðnum alþingiskosningum
en aldrei fyrr hafa fleiri nýjar konur
verið kjörnar á þing. Hlutfall
kynjanna er að jafnast smám
saman á þeim vettvangi; minna er
um glerþök og þröskulda en áður
var.
En ég hef áhyggjur af launa
muninum. Þegar ég var formaður
KRFÍ fyrir um tuttugu árum var
óútskýrður launamunur kvenna
og karla um 1820% og er það
enn í dag. Þrætt og deilt er um
mælitækin sem notuð eru við
þessa útreikninga en hægt hefði
verið að uppræta launamuninn
fyrir löngu síðan. Málin koðna svo
undir launaleynd, sem einhver
launhelgi er á, og konur hafa ekki
beitt sér í að ná sjálfsögðum rétt
indum sínum á þeim vettvangi.
Laun eru alltaf bundin samning
um milli starfsmanna og atvinnu
rekenda og fólk á auðvitað ekki
að gangast undir launaleyndar
samninga. Það verður að hugsa
áður. Tökum ekki þátt í því
kúgunartæki sem launaleyndin
er.“
Hvernig líst þér á nánustu framtíð
jafnréttismála?
„Konur eru sífellt að vinna fleiri
og fleiri vígi en ég vil fyrst og
fremst sjá þær öðlast jafnrétti í
launamálum. Ég á ekki von á
öðru en að lífeyrissjóðirnir velji
konur í auknum mæli í stjórnir
sínar á næstu árum. Og nú
höfum við fengið ríkisstjórn sem
hefur sett sér markmið í jafn
réttismálum sem er mjög lofs
vert að hafa í sáttmálanum. Ég
treysti konunum í ríkisstjórninni
fullkomlega til að hamra það
járn.“
Áttu skemmtilega sögu frá
formannsárunum í fórum þínum?
„Já, á formennskutímanum var
ég barnshafandi og var mikið að
vinna á Hallveigarstöðum meðan
kúlan óx jafnt og þétt. Biðu sam
starfskonur mínar á Hallveigar
stöðum spenntar eftir barninu.
Daginn sem drengurinn minn
kom í heiminn var 1. marz 1989
og þá tóku samstarfskonur mínar
upp á því að flagga á Hallveigar
stöðum. En fólk sem átti leið
framhjá húsinu þennan dag hafði
orð á því að nú væri illa komið
fyrir Kvenréttindafélaginu; nú
hefðu þær tekið upp á því að
flagga í tilefni Bjórdagsins!“
En fólk sem átti leið framhjá húsinu þennan dag hafði orð á því
að nú væri illa komið fyrir Kvenréttindafélaginu; nú hefðu þær
tekið upp á því að flagga í tilefni Bjórdagsins!“
Við hvöttum konur markvisst til þess að vera virkari
í stjórnmálum og héldum fundi með þingkonum og
þeim sem sýndu áhuga á stjórnmálum.