19. júní


19. júní - 19.06.2007, Síða 18

19. júní - 19.06.2007, Síða 18
Gerður Steindórsdóttir varð formaður Kvenréttindafélags Íslands árið 1989. Hún er íslenskufræðingur og kennir íslensku í Flensborg í Hafnarfirði. Hvernig var jafnréttisandinn í þjóðfélaginu í þinni formennsku- tíð? „Þegar ég tók við formennsku var kvennaáratugur Sameinuðu þjóðanna 1975 – 1985 að baki en hann hafði hleypt miklu lífi í jafnréttisumræðuna, umræðu, sem náði til allra kvenna. Á þessum tíma trúðum við margar að raunverulegt jafnrétti væri í augsýn en í reynd varð þróunin í jafnréttisátt hæg og tilviljana­ kennd. Kjörorð kvennaáratugar­ ins var háleitt; jafnrétti, fram­ þróun og friður. Á þessum árum ógnaði víg­ búnaðarkapphlaupið allri heims­ byggðinni og konur voru áberandi í friðarmálum. KRFÍ var í sam­ starfi við Friðarhreyfingu íslenskra kvenna og önnur kvennasamtök. Fengum við ástralskan lækni, Helen Caldicott, hingað til lands til að halda fyrirlestur um friðar­ mál og ræða við íslenska ráða­ menn. Mér er minnisstætt þegar Helen kom í Höfða þar sem leiðtogafundurinn hafði verið haldinn 1986, leit inn í bað­ herbergið þar sem ráðgjafar Reagans forseta höfðu haft af­ drep og sagði: „Að hugsa sér að hér hafi örlög heimsins verið ráðin.“ Annað mál sem var lengi eitt aðalmál kvennahreyfingarinnar, dagvistarmálin, voru einnig mikið rædd á þessum tíma. Þá þótti hvorki sjálfsagt né sjálfgefið að börn væru í dagvistun. Heilsdags­ vist var nær eingöngu ætluð Gerður Steindórsdóttir Höfum mjög veika jafnréttis- löggjöf sem þarf að styrkja Viðtal: Hrund Hauksdóttir börnum einstæðra foreldra og námsmanna en önnur fengu vist hálfan daginn. Þessi tilhögun olli því að konur með ung börn unnu hlutastörf eða þurftu að leita annarra úrræða.“ Ef þú horfir til baka í dag – hverjir hafa verið helstu ávinningar kvenréttindabaráttunnar? „Það hefur margt áunnist. Menntun kvenna hefur stór­ aukist. Starfsval er hins vegar hefðbundið og menntunin hefur ekki fært konum þá kjarabót sem þær væntu. Þá vil ég nefna lögin um feðraorlof sem hafa haft mikil og góð áhrif á viðhorf karla og þátttöku þeirra í uppeldi barna sinna. Kynjafræði eru nú kennd við Háskóla Íslands en þau munu styrkja vitund og þekkingu á jafnréttismálum og efla rann­ sóknir, auk þess að vera hagnýt, eins og t.d kunnátta í gerð jafn­ réttisáætlana. Ekki má gleyma dagvistarmálunum því þar hefur orðið gjörbreyting. Dagvistar­ heimili heita nú leikskólar og er litið á þá sem fyrsta stig í skóla­ göngu barna.“ Hverju getum við bætt úr? „Það er ótrúlega margt sem betur mætti fara. Launabil kynjanna hefur ekkert minnkað á síðustu áratugum og er það mikið um­ hugsunar­ og undrunarefni. Konur vinna umönnunar­ og þjónustustörf sem eru lágt launuð. Sýnir það verðmætamat samfélagsins þótt slík störf séu mærð á hátíðarstundum. Það þarf því að endurmeta störf og koma á nýju launakerfi. Oft hefur verið rætt um leiðir og tilraunir gerðar í þessa átt en þar er við ramman reip að draga. Þá þarf að fá karla inn í kvennastéttir með markvissum aðgerðum. Ágreiningur er um aðgang að launaupplýsingum. Lilja Móses­ dóttir hagfræðingur sagði nýlega á fundi að aðgerða væri þörf og lagði áherslu á að sett yrðu töluleg markmið til að minnka launabilið á næstu fimm árum. Ég er henni hjartanlega sammála. Einkageirinn má ekki heldur vera undanþeginn eftirliti. Það hefur einnig sýnt sig að við höfum mjög veika jafn­ réttislöggjöf og hana þarf að styrkja.“ Hvernig líst þér á hina ungu feminista 21. aldarinnar? „Mér líst ágætlega á þær. Margar þeirra eru í háskólanámi og hafa m.a. verið í kynjafræðum. Þær eru skörulegar og reiðar yfir ranglætinu í þjóðfélaginu, nota bleikt og sýna oft stöðu kynjanna með táknrænum athöfnum. Markmið þeirra er að efla gagn­ rýna og femíniska umræðu á öllum sviðum þjóðfélagsins og þær taka á málefnum sem hafa orðið áberandi eftir að múrinn féll og frjálshyggjan fór eins og stormsveipur um heiminn. Þar á ég við klámvæðingu, mansal og vændi. Andinn í samfélaginu er þó ekkert sérstaklega hagstæður jafnréttisbaráttunni en ungu femínistarnir munu bera kyndil­ inn áfram – eins og raunar Kven­ réttindafélag Íslands hefur gert í heila öld – hvernig sem vindar blása.“ Á þessum tíma trúðum við margar að raunverulegt jafnrétti væri í augsýn en í reynd varð þróunin í jafnréttisátt hæg og tilviljanakennd. Andinn í samfélaginu er þó ekkert sérstaklega hagstæður jafnréttisbaráttunni en ungu femínistarnir munu bera kyndilinn áfram – eins og raunar Kvenréttindafélag Íslands hefur gert í heila öld - hvernig sem vindar blása.“ 1

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.