19. júní - 19.06.2007, Page 21
Inga Jóna Þórðardóttir var for-
maður KRFÍ á árunum 1992 –
1995. Hún er viðskiptafræðingur
að mennt og er stjórnarformaður
bæði Leikfélags Reykjavíkur og
Metans hf, auk þess sem hún
sinnir ýmsum sjálfstæðum
verkefnum.
Hvaða nöfn íslenskra kvenna
koma þér í hug þegar orðið jafn-
réttismál ber á góma og hvers
vegna?
„Frumherjarnir Bríet Bjarn
héðinsdóttir, stofnandi KRFÍ,
Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólafía
Jóhannsdóttir sem beittu sér
mjög fyrir pólitískum réttindum
og rétti kvenna til menntunar.
Brautryðjendur og fyrirmyndir
hafa alltaf verið mikilvægar í
jafnréttisbaráttunni.
Auður Auðuns var fyrst kvenna
til að ljúka embættisprófi í lögum
og fyrst kvenna borgarstjóri og
ráðherra og lagði m.a. mikla
áherslu á réttindi kvenna í hjú
skaparmálum. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir var fyrst til að
hljóta prestsvígslu og þurfti að
berjast mikið fyrir rétti sínum og
ruddi brautina. Ragnhildur
Helgadóttir varð önnur í röðinni til
að gegna ráðherradómi. Frá
hennar langa pólitíska ferli má
nefna baráttu hennar fyrir því að
tryggja öllum konum rétt til
fæðingarorlofs.
Inga Jóna Þórðardóttir
Við stefnum á fullt jafnrétti
kynjanna
Viðtal: Hrund Hauksdóttir
Svava Jakobsdóttir var þing
maður og beitti sér fyrir ýmsum
jafnréttismálum m.a. jöfnum
launum. Hún hafði jafnframt
mikil áhrif á jafnréttisbaráttuna
með skrifum sínum, sögum og
leikverkum.“
Þú varðst formaður árið 1992;
hvaða mál voru efst á baugi í
jafnréttismálum í þjóðfélaginu á
þeim tíma?
„Á þessum árum var mikil
umræða um ofbeldi gegn konum
og meðferð mála í réttarkerfinu
því tengt. Samtök um kvenna
athvarf voru að slíta barnsskón
um og heimilisofbeldi mjög í
sviðsljósinu og sömuleiðis um
ræðan um kynferðisofbeldi og
stofnun Stígamóta. Umræðan var
að mörgu leyti á byrjunarstigi og
krafðist mikils hugrekkis þeirra
sem gengu fram fyrir skjöldu. Við
tók síðan mikil vinna við að koma
á réttarbótum og ekki síður við
horfsbreytingum almennt í þjóð
félaginu.
Á þessum tíma var mikið
fjallað um þátttöku kvenna í at
vinnulífinu, hlut þeirra í fyrir
tækjarekstri og stjórnun og að
sjálfsögðu launamisrétti kynjanna.
Við lögðum áherslu á sterkari hlut
karla í jafnréttisbaráttunni og á
landsfundi KRFÍ 1992 kom
ákvæði inn í stefnuskrána um
fæðingarorlof fyrir feður.
Á formennskuárum mínum var
í undirbúningi þriðja heimsráð
stefna Sameinuðu þjóðanna um
málefni kvenna sem haldin var
árið 1995 í Beijing í Kína og KRFÍ
tók fullan þátt í því. Umræðan
um mannréttindi var víðtæk –
kvenréttindi eru mannréttindi –
og við tókum þátt í að stofna Mann
réttindaskrifstofuna. Alþjóðlegt
samstarf var töluvert og samstarf
og ráðstefnur norrænna kvenna
samtaka.“
Hvað getum við gert betur í
dag, þ.e. hverjar ættu höfuð-
áherslurnar að vera að þínu
mati?
„Launamunur kynjanna er það
sem allir þurfa að taka höndum
saman um að útrýma. Sú barátta
á að vera háð á jákvæðum og
hvetjandi nótum. Fyrirtæki þurfa
að setja sér markmið og fram
fylgja þeim. Það þarf jafnframt að
hvetja konur áfram í atvinnu
rekstri og gera þær sýnilegri sem
stjórnendur. Ég tel ennfremur að
til að hægt verði að hækka laun í
hefðbundnum kvennastéttum
þurfi að gera kerfisbreytingar.
Nýsköpun í opinberum rekstri á
því að vera baráttumál kvenna.
Virðing fyrir einstaklingnum er
það sem jafnréttisbaráttan
grundvallast á. Ýmis teikn eru á
lofti um að virðing fyrir friðhelgi
og rétti einstaklinga fari dvínandi.
Ofbeldi, klámvæðing, nútímasam
skiptamöguleikar og breytt gildis
mat eru þættir sem jafnréttis
barátta samtímans þarf að huga
að. Jákvæð og traust sjálfsmynd
bæði stelpna og stráka og gagn
kvæm virðing í mannlegum sam
skiptum eru lykilatriði í jafnréttis
baráttunni.“
Hvert stefnum við?
„Við stefnum á fullt jafnrétti
kynjanna. Kvenréttindafélag
Íslands á enn verk að vinna. Það
hefur verið styrkur félagsins að
innan vébanda þess starfa konur
(og karlar) úr öllum stjórnmála
flokkum og starfsstéttum þjóð
félagsins. Þar leggja menn til
hliðar flokkspólitísk deiluefni og
sameinast um aðalatriðið: Jafn
rétti karla og kvenna. Ég vona að
það verði áfram aðalsmerki
félagsins.“
Á þessum árum var mikil umræða um ofbeldi gegn konum og
meðferð mála í réttarkerfinu því tengt. Samtök um
kvennaathvarf voru að slíta barnsskónum og heimilisofbeldi og
viðbrögð við því mjög í sviðsljósinu og sömuleiðis umræðan um
kynferðisofbeldi og stofnun Stígamóta.
Fyrirtæki þurfa að vera virk í því að setja sér markmið og
framfylgja þeim. Það þarf jafnframt að hvetja konur áfram í
atvinnurekstri og gera þær sýnilegri sem stjórnendur.
21