19. júní - 19.06.2007, Page 22
Bryndís Hlöðversdóttir varð
formaður Kvenréttindafélagsins
árið 1995 og gegndi formennsku
til ársins 1997 að Sigríður Lillý
Baldursdóttir tók við. Á sama
tíma sat hún á alþingi og hafði
því góða yfirsýn yfir pólitíska
stöðu kvenna. Bryndís kennir nú
við Háskólann á Bifröst.
Hvaða málefni voru efst á baugi
þegar þú varst formaður Kven-
réttindafélagsins?
„Það var ýmislegt í gangi þá en
það sem mér er minnistæðast er
málefni kvenna af erlendum
uppruna, myndbirting kvenna í
fjölmiðlum, staða kvenna í stjórn
málum og svo auðvitað launa
misréttið. Þetta eru nú kannski
að mestu leyti sömu mál og hafa
verið efst á baugi í kvennabarátt
unni meira og minna síðustu
áratugina.“
Hvað málum finnst þér brýnast að
taka á um þessar mundir?
„Mér finnst launamisréttið mjög
alvarlegt mál og það gengur
hreinlega ekki lengur að láta það
óáreitt. Nú eru í gangi ýmsar
spennandi hugmyndir til þess að
takast á við það og ég bind t.d.
miklar vonir við það að vottun um
jafnlaunastefnu fyrirtækja geti
skilað árangri. Slíkt fyrirkomulag
myndi ýta við stjórnendum fyrir
tækjanna að huga að þessum
málum og ég tel að slíkt geti
skilað meiri árangri en boð og
bönn í lögum. Út af fyrir sig geta
slíkar aðferðir verið nauðsynlegar,
en ég er ekki viss um að þær skili
tilætluðum árangri. Misréttið
virðist inngróið í kerfið og á því
verður best unnið með því að
Bryndís Hlöðversdóttir
Launamisréttið
alvarlegasta málið
beina sjónum að meininu og
ráðast á slík fyrirtæki með aðferð
um markaðarins, ef þú vilt ekki fá
vottun um jafnlaunastefnu – þá er
eitthvað bogið við launastefnuna!
En burtséð frá launamisréttinu, þá
finnst mér mikið verk hafa verið
unnið í að draga fram þann ljóta
blett á samfélaginu sem kyn
ferðislegt ofbeldi er, ekki síst
gagnvart börnum. Ætli þetta
tvennt sé ekki það sem brýnast
er að vinna bug á.“
Hverjir eru að þínu mati stærstu
áfangasigrar íslenskrar kven-
réttindabaráttu?
„Kosningarétturinn 1915 er
tvímælalaust sá stærsti, síðan
myndi ég vilja nefna jafnréttis
lögin og svo kannski í þriðja lagi
fæðingarorlof karla.“
Hvernig er best að haga barátt-
unni þ.e. hvar þurfa konur helst
að sækja á?
„Það er alltaf flókið að svara
þessu. Konur og menn sem hafa
jafnrétti að leiðarljósi þurfa alltaf
að vera á tánum. Það er aldrei
búið að klára verkefnin, það þarf
að halda þeim vakandi og ekki
sofna á verðinum. Ég nefni sem
dæmi stöðu kvenna í stjórnmál
um, svo virðist sem stjórnmála
flokkarnir þurfi að vera eilíft vak
andi yfir því hversu fljótt hlutirnir
fara í sama farið ef ekki er vel á
haldið. Einstaklingar bera ábyrgð,
stjórnmálaflokkar bera ábyrgð,
félagasamtök bera ábyrgð. Ég hef
alltaf haft mikla trú á þverpólitískri
vinnu á borð við þá sem við í
Kvenréttindafélaginu höfum
unnið, hún er svo skemmtilega
fókuseruð á það eina markmið
sem jafnrétti og kvenfrelsi er. Mér
finnst þess vegna óhemju mikil
vægt að slíkur vettvangur sé til en
einnig að konur efli samstöðuna
hver í sínum ranni.“
Hvaða breytingar vildir þú helst
sjá gerast á næstu áratugum?
„Ég myndi vilja sjá launajafnrétti
og að konur hefðu í reynd sömu
möguleika og karlar í hvívetna!
Það er því miður ekki þannig enn
þann dag í dag og ég óttast að
það gerist ekki heldur á næstu
áratugum. En dropinn holar
steininn og ef hver einstaklingur
skilar sínum skerf til komandi
kynslóða í átt til aukins jafnréttis,
þá erum við á réttri leið.“
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Misréttið virðist inngróið í kerfið og á því verður best unnið með því að beina sjónum að meininu
og ráðast á slík fyrirtæki með aðferðum markaðarins, ef þú vilt ekki fá vottun um jafnlaunastefnu
- þá er eitthvað bogið við launastefnuna!
Ég hef alltaf haft mikla trú á þverpólitískri vinnu á borð
við þá sem við í Kvenréttindafélaginu höfum unnið,
hún er svo skemmtilega fókuseruð á það eina markmið
sem jafnrétti og kvenfrelsi er.
22