19. júní - 19.06.2007, Síða 30
0
stend ég upp, banka í borðið og
segi við hana si svona: „Ég er
miður mín að hlusta á þennan
lestur úr bók sem ég ætlaði að
kaupa en mun ekki gera. Að lesa
svona kafla á jólavöku Kvenrétt
indafélagsins finnst mér óviðeig
andi. Sumir bera sár í hjarta sínu.
Af þessum fundi fór ég særð
og vinkonurnar báðar og sjálf
sagt fleiri. Þetta er það eina sem
mér finnst hafa borið skugga á í
starfi mínu með félaginu. Hún gat
valið eitthvað annað af því að
þetta var jólafundur. Á seinni
árum hafa þessar konur svo gefið
sig fram og lýst því hversu fárán
legt það var að senda þær burtu á
þennan hátt því víða voru braggar
og tjaldbúðir hermanna við tún
fótinn á bæjunum sem þær voru
sendar á.“
Særindi Sveinbjargar eiga sér
skýringar í hennar eigin sögu. Á
stríðsárunum trúlofaðist hún
ungum breskum flugmanni,
Maurice Woodward. Hann var
kallaður út og vildi að Sveinbjörg
fylgdi sér og byggi hjá foreldrum
sínum. Þau ætluðu að gifta sig en
hún var ófrísk og mjög veik og
læknir hennar réð henni frá því
að fara. Sveinbjörg lamaðist fyrir
neðan mitti í kjölfar fæðingar
innar og lá lengi á Landakoti.
Hittust aftur eftir þrjátíu og fimm ár
Hún og Maurice skrifuðust á en
að lokum gafst hún upp og
skrifaði og sagðist ekki myndi
koma til hans. Heilsa hennar var
það slæm. Hún lofaði hins vegar
að koma með dóttur þeirra og
sýna honum seinna meir. Meðan
á þessu stóð leitaði hún mikið í
kaþólsku kirkjuna við Landakot.
Nunnurnar fóru stundum með
hana þangað yfir svo hún gæti
beðist fyrir. Síðan þá hefur henni
verið hlýtt til kaþólsku kirkjunnar
en trúin er veigamikill þáttur í lífi
þessarar merku og æðrulausu
konu. Eftir þrjátíu og fimm ár
kom Maurice svo í heimsókn til
þeirra mæðgna með alla fjöl
skylduna og svo vel tókst til að
miklir kærleikar tókust með báð
um fjölskyldum.
„Í kringum það var alltaf þessi
fegurð og kærleikur og aldrei fóru
ljót orð þar á milli. Ég hef aldrei
þurft að kvarta,“ segir hún. „Ég
hef alltaf verið svo heppin í lífinu
því ég hef alltaf gengið með góðu
fólki, átt góða húsbændur og verið
umkringd góðu samferðarfólki eins
og maður er búinn að þramma.
Trúin hefur alltaf verið mitt akkeri.“
En það er ekki bara trúin sem
hefur veitt Sveinbjörgu styrk.
Hún hefur svolítið aðra lífssýn
en flestir.
„Ég er svona tveggja heima kona,“
segir Sveinbjörg. „Ég hef alltaf
verið næm og ég skynja ýmsa
strauma í kringum fólk og ég hef
séð svipi látinna. Í gegnum árin
hefur oft verið eins og hvíslað að
mér hvernig best sé að bregðast
við ýmsu og mig dreymir einnig
fyrir daglátum.“
En það er komin tími til að kveðja
einstaka manneskju sem með
hlýju sinni og vakandi anda hlýtur
að hafa djúp áhrif á hvern þann
sem kynnist henni. En að lokum er
ekki úr vegi að spyrja hvernig
henni finnist íslenskar konur
standa í dag?
„Ég er mjög ánægð með konur í
dag, sérstaklega hversu dug
legar þær eru að afla sér mennt
unar. Konur í dag eru hámennt
aðar og hafa orðið forsetar, ráð
herrar og hvað nú er. Mér finnst
þó að þær þurfi að fara hægt í
suma hluti. Íhuga vel skrefin áður
en þau eru stigin. Við erum
mæður og það er svo djúp til
finning. Ég er hins vegar með því
að við fáum full réttindi og stönd
um ekki alltaf þrepi neðar en
karlar. Ég vil bara fá að óska
Kvenréttindafélaginu bjartrar
framtíðar og að konur haldi áfram
að berjast fyrir betri kjörum.“ Barnabörnin á yngri árum.