19. júní


19. júní - 19.06.2007, Page 34

19. júní - 19.06.2007, Page 34
Á tímamótum er alltaf gott að staldra við og líta yfir farinn veg. Ekki hvað síst þá að líta til þeirra sem gengu á undan og skoða það sem þeir fengu áorkað. Þorbjörg Sveinsdóttir er ein þeirra kvenna sem ekki hefur notið sannmælis þegar litið er til áhrifa hennar og afreka. Hún var sér- stæð persóna, sjálfstæð, örlynd og bráðgáfuð. Hún er því ekki aðeins merkileg fyrir þær sakir að hafa mótað sinn samtíma heldur líka vegna þess að hún leyfði sér að vera hún sjálf oft í trássi við hefðir og siði samfélagsins. Þorbjörg var systir Benedikts Sveinssonar, föður Einars skálds. Um Benedikt var það eitt sinn sagt að hann hefði verið gáfaðasti ungi maður á Íslandi. Systir hans var ekki síður velgefin og líkt og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir segir í ævisögu Ólafíu Jóhannes­ dóttur er ómögulegt að meta til fulls þau áhrif sem Þorbjörg hafði á stjórnmálamanninn bróður sinn. Hún og Benedikt voru mjög náin og hann sat oft í stofunni í litla steinbænum á Skólavörðu­ stígnum þar sem hún bjó og ræddi þjóðmál. Auk þess er vitað að hún var mælsk, ótrúlega sann­ færandi og gat talað í sig hita yfir nánast hverju sem var. Deiglan í íslenskri þjóðmálaumræðu á seinni hluta nítjándu aldar var því í steinbænum hennar Þorbjargar Sveinsdóttur og þaðan bárust áhrifin inn á þing. Þorbjörg fæddist annað hvort árið 1827 eða 1828 líklega árið 1827. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða dag hún fæddist en senni­ lega er hún fædd á Sandfelli í Öræfum. Foreldrar hennar voru þau sr. Sveinn Benediktsson og Eldsálin Þorbjörg Sveinsdóttir Kristín Jónsdóttir. Þau voru sam­ tíða að Bessastöðum, Sveinn sem skólapiltur en Kristín var þar vinnu­ kona. Sveinn barnaði Kristínu og elsta dóttir þeirra fæddist utan hjónabands. Af þeim sökum fékk Sveinn ekki embætti að loknu námi og var í húsamennsku um tíma. Loks fær hann brauð, hið fyrrnefnda Sandfell. Þeim hjónum fæddist barn ár hvert líkt og títt var á þessum árum og alls urðu systkinin átta sem upp komumst. Séra Sveinn var drykkfelldur og fjölskyldan alla tíð fátæk af þeim sökum. Lærði yfirsetufræði í Kaupmannahöfn Líklegt er að saga foreldranna hafi haft mótandi áhrif á börnin því drykkjuskapur kom við sögu þeirra flestra á einn eða annan hátt og öll höfðu þau mikla samúð með lítilmagnanum. Systurnar sluppu við að verða sjálfar drykkjusýki að bráð, enda var drykkja kvenna litin mjög alvarlegum augum í samfélaginu meðan ekki þótti tiltökumál að karlar væru drukknir hvenær sem færi gafst og nýttu sér það jafnt stórbændur og höfðingjar sem fátæklingarnir í kotunum. Bræður Þorbjargar drukku allir, ekki síst Benedikt og systur hennar giftust drykkjumönnum. Sjálf giftist hún aldrei og eignaðist ekki börn en fóstraði systurdóttur sína, Ólafíu Jóhannsdóttur. Ólafía kom til Þorbjargar næstum fimm ára gömul. Þor­ björg hafði reyndar falast eftir að fá Kristínu systur hennar en móðirin Ragnheiður kaus að fara út í Viðey og sækja Ólafíu sem þar var í fóstri og koma henni fyrir hjá Þorbjörgu. Hugsanlega hefur þetta stafað af því að þrátt fyrir barnmergð og fátækt, en Ragnheiður var gift drykkfelldum presti, hefur henni þótt óbærilegt að láta annað barn frá sér fara og því kosið að sækja það barn sem þegar hafði verið látið annað. Ólafía lýsir samskiptum þeirra Þorbjargar á þann veg að Sigríður Dúna ævisöguritari hennar telur að Þorbjörg hafi aldrei verið Ólafíu sú ástríka móðir sem hún þráði. Þær voru fremur eins og jafningjar og vinkonur en móðir og dóttir. Þorbjörg nam yfirsetufræði í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem ljósmóðir 1856. Það var óvenjulegt að konur menntuðu sig á þessum tíma hvað þá að þær færu út til náms. Allnokkurn kjark hefur því þurft til að ung kona tæki sig upp og héldi utan í Texti: Steingerður Steinarsdóttir  Þorbjörg og bróðir hennar, Benedikt, voru mjög náin. Ómögulegt er að segja til um hversu mikil áhrif hún hafði á skoðanir hans og baráttu- mál inni á þingi.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.