19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 40

19. júní - 19.06.2007, Qupperneq 40
Viðhorf geta verið lífsseig. Sagt er að konur refsi körlum sínum ef þeir gera eitthvað sem konunum ekki líkar með því að neita þeim um kynlíf. Í Kastljósinu 23. apríl sl. var sýnt brot úr leikritinu Hjónabandsglæpir eftir leik- skáldið Eric-Emmanuel Schmitt. Aðalkarlpersónan, leikin af Hilmi Snæ Guðnasyni, trúði okkur fyrir því að eiginkona hans refsaði honum með þessum hætti ef hann hegðaði sér ekki vel. Er það svo að konur refsi körlum ef þeir gera eitthvað sem þeim mislíkar? Nota þær kynlíf sem agatæki? Er kynlífið gulrót sem karlmenn fá ef þeir hegða sér eins og konan vill en annars ekki? Skýringin á því að konur neita körlum sínum um kynlíf er þó augljós: Ef karlinn hefur brotið gegn konunni, sært hana eða niðurlægt þá er konan raunveru­ lega frábitin því að hafa mök við hann. Hún er ekki að refsa honum. Hún væri að misbjóða sjálfri sér með því að stunda kynlíf með þeim sem hún elskar eftir að hann hefði gert eitthvað sem henni liði illa yfir. Er álitið sjálfsagt að konan ýti til hliðar því sem gert var og tilfinningum sem það vakti og stundi kynlíf þegar karlinn fer fram á það? Þá er í raun verið að segja að hún eigi að vera nautnaviðfang karlsins en ekki manneskja með tilfinninga­ legan rétt og sjálfstæð kynvera sem stundar kynlíf eftir eigin löngun og líðan. Í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum er þetta viðhorf greinilegt. Í þeim gera karlarnir gjarnan eitthvað af sér svo konur þeirra verða reiðar og líður illa. Ef Refsinornir eða manneskjur? þær hafa ekki áhuga á kynlífi í kjölfarið, dæsa karlarnir og bregðast við eins og um óheppni sé að ræða, meinta svokallaða fyrirtíðaspennu eða duttlunga fýlugjarns smákrakka. Þeir reyna þá að smjaðra fyrir konunum og segja fyrirgefðu en berlega kemur fram að þeir hafa ekki skilning á því hverju þeir eru að biðjast fyrirgefningar á. Tenging verður ekki til í kolli þeirra milli eigin gjörða og líðunar kvennanna. Ferlið er jafnvel látið endurtaka sig og alltaf verða þeir jafn undrandi á sárindum kvenna sinna, en reyna að kaupa blíðu þeirra með blómum eða þeir jafnvel leggja það á sig að vinna létt heimilisverk til að gleðja þær og vinna upp í ból til sín. Þeir virðast álíta að þeir hafi orðið fyrir tilviljanakenndu og óviðráðanlegu óhappi, líkt og þegar brestur á fárviðri fyrirvaralaust. Þeir dvelja aldrei við þá hugsun að kannski hefðu þeir gert eitthvað sem virkilega er óviðunandi í samskiptum jafn­ ingja og elskenda. Þeir líta ekki á það sem sitt mál að laga sig að því að vera í sambandi og láta af hegðun sem er eigingjörn, særir og niðurlægir, heldur telja þeir að konan sé smámunasamur fýlu­ poki sem gerir of mikið úr hlutun­ um og enginn getur skilið. Þeir verði þess vegna að taka því sem hverju öðru hundsbiti þegar óhappið verður og vera elsku­ legir í smátíma eða þangað til konan hefur jafnað sig. Konur eru ekki óskiljanlegar. Þvert á móti er mjög auðvelt að skilja viðbrögð þeirra við ýmsum gjörðum karlmanna. Þeir karlar sem eiga erfitt með að skilja konur þyrftu ekki annað en að setja sig í spor kvennanna og snúa dæminu við. Spyrja sjálfa sig: Væri ég sáttur við að hún gerði eða segði það sama og ég? Ef þeir svo settu hlutina í sam­ félagslegt samhengi og reyndu að skilja viðbrögð kvenna út frá stöðu þeirra gagnvart karlmönn­ um, myndu þeir ekki einungis skilja sínar konur heldur skilja betur út á hvað kvenfrelsis­ baráttan gengur. Hún er ekki tuð í bitrum konum, heldur viðleitni kvenna sem kunna að skilgreina eigin tilfinningar og hvað hefur áhrif á þær til að fá viðurkenningu sem manneskjur. Texti: Svanhildur Steinarsdóttir 0

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.