19. júní


19. júní - 19.06.2007, Page 43

19. júní - 19.06.2007, Page 43
samlífi sínu. Hugsanlega gefst þetta vel í einhverjum tilfellum, en fæstar konur í dag eru hins vegar það bældar að geti ekki leitað lausna við þeim vanda­ málum sem upp kunna að koma. Þær hafa orðið leyfi til að vera kynverur og njóta kynlífs. Spurningin gæti því verið sú hvort vandamálin hafi verið skoðuð sérstaklega og um þau fjallað og annarra leiða leitað. Vandinn gæti verið sá að ef karlinn þarf að horfa á klám til þess að geta stundað kynlíf þá hafi hann óraunhæfar hug­ myndir um hvernig konur eigi að vera. Erótík og örvun sem ekki snýr að beinni sjónrænni upplifun er konum aðgengilegri en „hard­ core“ klám sem þeim yfirleitt býður við. Þess vegna gæti það verið eins og að skvetta olíu á eld að troða klámnotkun inn í ástar­ sambönd. Það að karlar vilja ekki erótískt efni heldur eingöngu hart klám hlýtur einnig að fela í sér að þeir eru vanir klámnotkun og eru ekki að leita eftir tilfinningalegri og fallegri nánd við sínar konur heldur útrás og vilja geta leyft sér að hugsa um aðrar konur á meðan. Þá verður eiginkonan í raun eins og kynlífshjálpartæki eða sjálfsfróunartæki. Þegar karlmenn hins vegar taka til við að skoða klám í ein­ rúmi og bak við konur sínar líta þær iðulega á klámnotkunina sem svik sem ekki séu hótinu skárri en framhjáhald. Það er bæði laumuspilið og sú staðreynd að þær séu ekki nóg fyrir eigin­ manninn sem er niðurlægjandi fyrir þær. Iðulega getur saman­ burður við ýkta líkama klám­ stjarnanna einnig orðið til þess að konurnar fari að efast um að þær séu nægilega kynæsandi. Karlmenn segja slíkar hug­ myndir út í hött, enda sé klám nokkurs konar flóttaleið. Þeir geti fengið ákveðna útrás án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir fullnægi ekki rekkjunaut sínum. Hér eltir hvað annað í raun því ef karlar hafa á annað borð áhyggjur af að fullnægja ekki rekkjunautum sínum, eru þeir væntanlega of smitaðir af klámímyndum. Ef þeir þurfa útrás án þess að hafa áhyggjur af því að fullnægja ekki konunum sínum, þá eru þeir búnir að sjá of mikið af klámi og sjá karlímyndirnar úr klámi sem einhverja fola sem hafa endalaust úthald. Því ættu skilaboð til karla sem segja slíkt að vera sú „hættu strax að horfa á klám. Þú ert greinilega smitaður af ranghug­ myndum um það hvernig karl­ menn eigi að vera í kynlífi og hvernig lifa megi fullnægjandi kynlífi með konu þinni. Rang­ hugmyndirnar hefur þú fengið úr kláminu og því er það skaðlegt. Tilfinningar, virðing og þú sjálfur er það sem konan þarf.“ Viðbára karla er einnig oft sú að klám hafi ekkert með raun­ veruleikann að gera. Og það kann að vera að þeir hafi rétt fyrir sér. En hvernig horfir klám við reynslulitlum ungling­ um? Rannsóknir benda til að klám geti ekki bara skaðað líkamsímynd ungra stúlkna heldur beinlínis ýti það undir ranghugmyndir drengja um kyn­ líf. Ungir drengir sem nota klám virðast, til að mynda, mun fremur en hinir, telja að ekki sé mark á því takandi þótt stelpur séu tregar til kynlífs í fyrstu. Það sé aðeins á yfirborðinu og undir þeim komið að þrýsta ögn á og þá gefi stúlkan eftir og njóti þess. Slíkar hug­ myndir hafa orðið til þess að kunningjanauðgunum fjölgar mjög og víða í háskólum hafa menn orðið að bregðast við þeirri þróun. Af þessum ástæðum benda sérfræðingarnir á að þegar rætt sé um klám eigi ekki að spyrja sig hvort karlmenn séu að horfa heldur hvort menn vilji að börnin þeirra horfi og óneitan­ lega kveður við svolítið annan tón í umræðunni þegar litið er á klám frá þessu sjónarhorni. 

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.