Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 2

Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 2
Kirkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju,, hið 7. í röðinni,, var kvatt saman í Reykjavík laugardaginn þl. október 1970 og hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 14 þann dag. Sr. Gunnar Árnason prédikaði og þjónaði fyrir altari. Þingsetning var að lokinni guðsþjónustu. í setningar- ræðu sinni minntist biskup m.a. dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, en hann átti sæti á Kirkjuþingi þau ár^ sem hann var kirkjumálaráðherra, þ.e. frá hausti 1959 til hausts 1965j tók m.ö.o. þátt í störfum tveggja Kirk juþinga., 1960 og 1962. "hótt harm gæti eðlilega ekki",, sagði biskup m.a., "sakir annarra ábyrgðarstarfaj tekið þátt í daglegum störfum KirkjuþingSj gerði hann sér jafnan far um að fylgjast með gangi mála og stundum tók hann þátt í umræðum. Hann átti sem kirkju- málaráðherra úrslitaþátt í þvíj að prestum var fjölgað í Reykja- vík 1963 til meira samræmis við mannfjölda, og einnig í því, að Skálholtsstaður var afhentur þjóðkirkjunni samkvæmt lögum frá Alþingij sem sett voru að atbeina hans, í samræmi við ályktunj sem Kirkjuþing hafði um það gert 1962. Það kom þá líka í hans hlut að afhenda gjafabi’éf hins íslenzka ríkis fyrir þessari gjöf til kirkju ísiands að lokinni kirkjuvígslu í Skálholti 21. júlí 1963„ en þessi ráðstöfun var einn mesti viðburður í síðari tíma sögu kirkju vorrar og á vart hliðstæður annars staðar ...... Það var sannfæring hans, byggð á persónulegri yfirvegun og rökvísi, að kristin kirkja ætti ómetanlegu hlut- verki að gegna og að þjóðfélagið brygðist manninum og framtíð hanSj ef það léti sér sjást yfir þann áhrifamátt til mannlífs- bótaj sem fólginn er í kristinni trúarafstöðu ... Það var regla þeirra hjóna að sækja kirkju á helgum dögum, ásamt börnum sínurn, þegar þau máttu því við koma ... Vér minnumst dr. Bjarna Benediktssonar og hinnar mætu konu hans, frú Sigríðar Björnsdótturj með söknuðij virðingu og þökk". Þingmenn tóku undir með því að rísa úr sætum.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.