Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 22
1970
7. Klrkjuþlng
13. mál
Tillaga til þingsályktunar ura
ákvörðun kirkjugjalda, skv. lögum
nr.36, 1. apríl 19^-8j um sóknargjöld.
Plm. Ásgeir Magnússon.
Kirkjuþing 1970 ályktar að beina þeira eindrægnu tilmælum til
kirk jumálaráðherra,, að hann láti nú þegar reikna út meðalvísitölu
þá, sem um getur í 2. mgr. l.gr. laga nr. 36* 1- apríl 1948, um
sóknargjöld og úrskurði síðan, samkvæmt þeim útreikningi, hámarks-
kirkjugjald fyrir árið 1971.
Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra, að
þessi vísitala verði framvegis reiknuð út árlega og hámarkskirkju-
gjaldið úrskurðað samkv. því það tímanlega að safnaðarfundir geti
ákveðið gjaldið áður en almenn álagning þinggjalda fer fram.
Vísað til löggjafarnefndar. Frsm. Ástráður Sigursteindórsson.
Nefndin lagði til* að tillagan væri samþykkt með smávegis orðalags-
breytingu, þ.e. svo hljóðandi:
Kirkjuþing 1970 ályktar að beina þeim eindrægnu tilmælum til
kirkjumálaráðherra, að hann láti nú þegar reikna út meðalvísitölu
þá, sem um getur í 2. mgr. l.gr. laga nr-36, l.apríl 19485 um
sóknargjöld og úrskurði síðan, samkvæmt þeim útreikningij hámarks-
gjaldið fyrir árið 1971-
Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra* að
að þessi vísitala verði framvegis reiknuð út árlega og hámarks-
sóknargjaldið úrskurðað samkv. því það tímanlega að safnaðarfundir
geti ákveðið gjaldið áður en almenn álagning þinggjalda fer fram.
Tillagan var samþykkt.