Gerðir kirkjuþings - 1970, Page 12
1970
7. Klrk.juþlng
4. mál
Frh.
Kirkjuþing 1970 fer þess á leit við kirkjumálaráðherra að hann
hlutist til um að eftirfarandi breyting verði gerð á lögum nr.36,
frá 1. apríl 1948 um sóknargjöld:
Á undan síðasta málslið l.gr. þeirra laga ——
"Gjaldskyldualdur miðast við áramót" - komi
svofelld málsgrein:
MAð auki skal sóknarnefnd heimilt að innheimta
árlega af hverjum gjaldanda sérstakt gjald, Kr. 40.00,
vegna aukaverka sóknarpresta".
Eftir miklar umrseður var samþykkt að vísa málinu til nefndarinnar
að nýju. Frsm. hennar við framhald 2. umræðu var sr. Gunnar Árnason.
Nefndin kom sér saman \im eftirfarandi tillögu og var hún samþykkt:
Kirkjuþing 1970 telur nauðsynlegt að breyta því fyrirkomulagi,
er nú gildir um greiðslu fyrir aukaverk presta og vísar framkomnu
frv. milliþinganafndar til kirkjuráðs í því trausti, að það finni
þá lausn á málinu, er kirkjumálaráðherra fallist á að leggja fyrir
næsta Alþingi.