Gerðir kirkjuþings - 1970, Side 21
1970
7. Kirk.juþlng
12. mál
Frh.
Þá samþykkti nefndin að leggja eftirfarandi tillögu fyrir þingið:
Kirkjuþing 1970 lýsir fullum stuðningi sínum við Presta-
félag íslands varðandi kröfur þess um réttlát launakjör
presta, og um leið og þingið ítrekar fyrri tillögu sína um
embættisbústaði presta, lítur það svo á, að það telur
eðlilegt, a.ð prestar fái greiödan útlagðan embættiskostnað
til samræmis við aðra embættismenn.
Allar þessar tillögur voru samþykktar eins og nefndin lagði þær
fyrir.
Við 1. umræðu kom fram viðbótartillaga frá sr. Eiríki J. Eiríkssyni
um kennslu í kirkjurétti.
Nefndin lagði til, að hún væri tekin upp sem sérstök ályktun
svohljóðandi:
Kirkjuþing felur kirkjuráði að hlutast til um, að
kirkjuréttur verði prófnámsgrein í guðfræðideila
og telur rétt að guðfræðingur með sérþekkingu í
kristnirétti og prestsreynslu annist kennsluna.
Tillagan var samþykkt.
Við afgreiðslu þessa máls var samþykkt að fresta kjöri þeirrar
nefnaar, sem ályktun þessi gerir ráð fyrir. Að tillögu löggjafar-
nefndar voru þessir menn síðan kjörnir í nefndina:
Sr. Sigurður Guðmundsson,
Ásgeir Magnússon,
sr. Jónas Gíslason.