Gerðir kirkjuþings - 1970, Page 8
1970
7. Kirk.iuMng
2. mál
Frv. um kirkjuorganlelk og söngkennslu
í skólum.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Þorgrímur V. Sigurðsson.
1. gr.
í hverju prestakalli skal starfa kirkjuorganleikari, er annist um
kirkjusöng og hafi á hendi, eftir því sem við verður komið, kennslu
í skólum byggðarlagsins, einkum þó og sér í lagi söngkennslu.
2. gr.
Starfsskylda organleikara skiptist milli kirkju og skóla, eftir því
sem hæfilegt þykir á hverjum stað, og skal það metið af kirkjumála-
og fræðslumálastjórn, að viðhöfðu samráði við söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar.
3- gr.
Hverjum organleikara skulu laun greidd úr ríkissjóði fyrir kennslu-
störf hans eftir því sem lög ákveða samkvæmt starfsmati, en hlut
kirkjunnar greiðir sóknarnefnd, í hlutfalli við íbúafjölda, ef
fleiri eru en ein í prestakallinu.
4. gr.
Nú er prestakall svo víðlent aða aðstæður aðrar fyrir þendi þess
háttar, að hentugra þyki að hafa fleiri en einn organleikara og
skal það leyft í samráði við yfirvöld, sem um getur í 2. grein,
enda skipti þeir með sér verkum og njóti hlutfallslegra launa hver
þeirra.
5. gr.
Lausar organleikarastöður skulu auglýstar sem venja er til um aðrar
opinberar stöður.
Umsóknir skulu stílaðar til kirkjumálaraðuneytisins, en sendar
aðilum til umsagnar, eftir nánari ákvæðum í reglugerð.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Kennaraskóla íslands og
Tónskóla þjóðkirkjunnar, eða aflað sér hliðstæðrar eða meiri mennt-
unar eftir öðrum leiðum.
Vísað til allsherjarnefndar. Frsm. nefndarinnar var sr. Sigurður
Kristjánsson. Nefndin varð sammála um tillögur til breytinga á frv.
og var það samþykkt eftir 2. umræðu í þeirri mynd, er hér fer á eftir