Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 20
1970 7. Kirkjuþing 12. mál Tillaga til þingsályktunar um guðfræðinám og kennsluréttindi guðfræðikandidata o.fl. Flm. sr. Gunnar Árnason. Þar sem engir hafa sótt um nokkur prestaköll í lengri eða skemmri tíma að undanförnu og af fleiri ástæðum^ telur Kirkjuþingið 1970 rétt að fjalla um: a. Hvort ekki sé rétt að gera guðfræðinámið hagnýtara5 meðal annars með því að auka kennsluna í kennimannlegum og uppeldisfræðum. b. Hvort ekki beri að vinna að því að guðfræðikandidatar hafi -full réttindi til kennslu í trú- og siðfræði í æðri skólum. c. Hvort ekki sé æskilegt að kirkjustjórnin fái lagaheimild til að heimila mönnum - í vissum tilvikum - að taka prestsvígsiu og njóta fullra prestsréttinda og prestslauna með vægari námskröfum en nú gilda. d. Að leggja áherzlu á að prestar njóti réttlátra launakjara. Vísað til löggjafarnefndar. Frsm. sr. Sigurður Guðmundsson. Nefndin var sammála um að leggja fyrir þingið svofellda tillögu: Þar sem mikil brögð eru að því að prestaköll séu óveitt, samþykkir Kirkjuþing 19705 að skipa nefnd þriggja manna5 sem kanni og skili áliti fyrir næsta Kirkjuþing um: a. Hvort ekki sé rétt að gera guðfræðinámið hagnýtara5 m.a. með því að leggja ríkari áherzlu á kennslu í kennimannlegri guðfræði °g uppeldisfræðum. b. Hvort ekki sé æskilegt5 að kirkjustjórnin fái lagaheimild til að heimila mönnum að taka prestsvígslu og njóta fullra prestsréttinaa og prestslauna með vægari námskröfum í guðfræði en nú gilda5 samanber B.A.próf í öðrum greinum. c. Svo og önnur atriði5 sem nefndin telur máli skipta. Sömuleiðis var nefndin sammála um að leggja svofellda tillögu fyrir þingið: Kirkjuþing 1970 lítur svo á, að vinna beri að því5 að guðfræði- kandidatar njóti fullra réttinda til kennslu í trú- og siðfræði í æðri skólum. Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.