Gerðir kirkjuþings - 1970, Page 11
1970
7. Kirk.juÞing
4. rnál
Nefndarálit
um tillögu til þingsályktunar ura aukaverk presta, er
samþykkt var á Kirkjuþingi 1968. Frsra. sr.Gunnar Árnason.
Á Kirkjuþingi 1968 flutti sr. Gunnar Árnason tillögu, er svo
hljóðar í þeirri mynd, er hún var samþykkt:
Kirkjuþingið 1968 samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd, sem geri
tillögur um nýtt fyrirkomulag á greiðslum fyrir aukaverk presta.
Verði gjaid þetta lagt á með svipuðum hætti og lífeyrissjóðs-
giald, en innheimt með sóknargjöldum, og upphæð þess miðuð við,
° 6ÍClCÍ
að prestar beri minna úr býtum fyrir verk þessi en verið hefur.
Nefndin leggi tillögur sínar fyrir næsta Kirkjuþing. -
í nefnd þessa voru kosnir: Friðjón Þórðarson, sr. Bjarni Sigurðsson
og sr. Gunnar Árnason.
Nefndarmenn hafa fjallað um tillögu þessa á nokkrum fundum. Safnað
hefur verið upplýsingum frá nágrannaþjoðum um tilhögun a greiðslum
fyrir aukaverk presta. Þá hefur upplýsinga verið aflað frá Hagstofu
íslands og Biskupsstofu, um fjölda aukaverka presta á seinustu árum.
Með hliðsjón af framanskráðu hafa nefndarmenn orðið sammála um að
leggja til, að hin breytta skipan, sem þingsályktunartillagan gerir ráð
fyrir, verði upptekin, svo sem nánar er fjallað um í greinargerð. Ef
að þessu ráði yrði horfið, raætti hugsa sér að skjóta breytingunni inn 1
lög um sóknargjöld nr. 36 frá 1. ágúst 1948, sbr. 1. nr.40 frá 20. maí
1964. Á undan síðasta málslið l.greinar þeirrar laga (Gjaldskyldualdur
miðast við áramót) komi þá svofelld málsgrein: ”Að auki skal hver gjald-
andi greiða kr, 40.00 árlega, er renni til sóknarprests vegna aukaverka .
Athugað hefur verið lauslega, hvaða akvæði myndu falla niður, ef breyting
yrði gerð skv. framansögðu. Fyrst og fremst 3* gr. 1. nr.36 frá 8.sept.
1931 (l. ium embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra) og gjaldskrá
nr. 42. 28.marz 1956. Lög nr.46 frá 16. nóv. 1907 (lög um laun sóknar-
presta) 8.gr,, 2.málsl. - og e.t.v. fleiri.
Löggjafarnefnd fékk mál þetta til meðferðar. Frsm. nefndarinnar var
sr. Eiríkur J, Eiríksson. Hún lagði við 2. umræðu svofellda tillögu
fram: