Gerðir kirkjuþings - 1970, Side 6
1970
7» Kirk.juþing
1. mál
Frumvarp um breyt< á 1, nr. 4l, J>. nóv. 1915*
um líkbrennslu.
Flutt af kirkjuráði. Frsm. biskup.
1 i gr.
Líkbrsnnsla skal leyfð hér á landi í stofnun\im, sem til þess
eru löggiltar af dóms- og kirkjumálaráðherra og með þeim hætti,
sem hann samþykkir að fenginni umsögn skipulagsnefndar kirkju-
garða.
2. gr.
Hver lögráða maður getur ákveðið, að lík sitt skuli brennt en ekki
jarðsett. Nánustu vandamenn látins manns geta og gert sams konar
ráðstöfun fyrir líki hans, ef eigi er vitað, að hann hafi annars
óskað.
5- gr.
Áður en lík geti orðið brennt, skal liggja fyrir, auk lögskipaðs
dánarvottorðs, yfirlýsing dánarvottorðsgefanda eða þess læknis,
sem hefur stundað hinn látna, um dánarorsök. Viðkomandi lögreglu-
yfirvald (í Reykjavík sakadómari) skal síðan rita á vottorð þetta,
að ekkert sé því til fyrirstöðu af sinni hendi, að líkið verði
brennt.
4. gr.
Að lokinni brennslu skal svo með fara, sem segir í lögum um kirkju-
garða, 1. nr. 21/1963, 17. gr. Nánari ákvæði um framkvæmd lík-
brennslu setur dóms- og kirkjumálaráðherra með reglugerð.
Málinu var vísað til löggjafarnefndar. Nefndin gerði tillögur um
nokkrar breytingar á frv. og voru þær samþykktar við 2. umræðu.
Frsm. nefndarinnar var prófessor Jóhann Hannesson. Frv. var sam-
þykkt einróma í þeirri mynd, sem hér fer á eftir: