Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 24

Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 24
1970 7. Kirk.juþing; 15« mál Tillaga til þingsályktunar um fermingu barna. Flm. sr. Bjarni Sigurðsson. Kirkjuþing ályktar, að nú þegar fari fram úttekt á gildandi ákvæðum um fermingu barna og kýs sérstaka nefnd til að gjöra frumdrög að nýjum ákvæðum. Jafnframt ályktar Kirkjuþing^ að þær kennslubækur„ kver, verði einar notaðar við barnaspurningar, sem hlotið hafa löggildingu biskups og kirkjuráðs. Vísað til löggjafarnefndar. Lagði nefndin til (frsm. sr. Bjarni Sigurðsson) að fyrri hluti tillögunnar yrði samþykktur„ en síðari hlutinn væri svo: Jafnframt ályktar Kirkjuþing, að stefnt verði að því* að þær kennslubækurkver, sem notaðar verða við barnaspurningar, hljóti löggildingu biskups og kirkjuráðs. Málinu var aftur vísað til nefndarinnar, er þá samþykkti eftir- farandi breytingu: í stað orðanna "kýs sérstaka nefnd til" í 2. og 3. línu komi; "felur milliþinganefnd um kirkjulöggjöf". Tillagan var síðan samþykkt svohljóðandi: Kirkjuþing ályktar, að nú þegar fari fram úttekt á gildandi ákvæðum um fermingu barna og felur miliiþinganefnd um kirkjulöggjöf að gjöra frumdrög að nýjum ákvæðum. Jafnframt ályktar Kirkjuþing, að stefnt verði að því5 að þær kennslubækur, kver, sem notaðar verða við barnaspurningar, hljóti löggildingu biskups og kirkjuráðs.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.