Gerðir kirkjuþings - 1970, Qupperneq 25

Gerðir kirkjuþings - 1970, Qupperneq 25
1970 7. Kirkjuþlng 16. mál Tillaga til þingsályktunar um að endurskoða þýðingu á játningar- ritum ev.- lúth. kirkju. Flm. sr. Bjarni Sigurðsson. Kirkjuþing ályktar að beina þeim tilmælum til kirkjumála- ráðherra, að hann,, í samráði við biskup^ hlutist til um, að endurskoðuð verði rækilega þýðing á játningarritum þjóðkirkjunnar. Vísað til allsherjarnefndar. Frsm. sr. Sigurður Kristjánsson. Nefndin lagði til, að tillagan væri orðuð svo: Kirkjuþing ályktar að beina þeim tilmælum til kirkjumálaráðherra,, að hann, eftir tillögu biskups^ hlutist til um, að endurskoðuð verði rækilega þýðing á játningarritum þjóðkirkjunnar. Samþykkt var við 2. umræðu að vísa málinu aftur til nefndarinnar. Varð nefndin þá sammála um að leggja svofellda tillögu fyrir og var hún samþykkt þannig: Kirkjuþing 1970 ályktar að vinna beri að endurskoðaðri þýðingu og útgáfu játningarrita þjóðkirkjunnar,, og fylgi útgáfunni fræðilegar skýringar við alþýðuhæfi. Telur Kirkjuþing ekki fara vel á því að mismunandi þýðingar á játningarritunum séu í notkun samtímis, innan kirkjunnar. Kirkjuþing felur biskupi að hafa forgöngu um framkvæmd málsins.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.