Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 4

Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 4
Þinginu barst kveðja og árnaðaróskir frá forseta íslands og frú hans. Þingraenn sátu boð biskupshjónanna mánudaginn 30. október og miðVikudaginn 1. noveraber voru þeir boðnir til kirkjumála- ráðhérra og frúar hans. Sunnudaginn 29. október bauð biskup þingmönnum til Skálholts1. Flutti hann messu í kirkjunni raeð aðstoð þingmannanna Ásgeirs Magnússonar, Gunnlaugs Finnssonar og Ástráðs Sigursteindórssonar> en sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, þjónaði með honum fyrir altari» Skolastjóri, kennari og netnendur Skálholtsskóla voru viðstaddir messuna* Að lokinni messu og hádegisverði skoðuðu þingmenn undir leiðsögn skólastjórans, sr. Heimis Steinssonar, og húsameistarans, Þorvalds Þorvaldssonar, húsakynni skólans, sem eru í smíðumi og einnig það bráðabirgðahúsnæði, sem skólinn er starfræktur í þetta fyrsta starfsár sitt. Þinglausnir voru föstudaginn 3. nóvember að kvöldi. Hafði þingið þá haft til meðferðar og afgreitt 27 mál, svo sem rakið er hér á eftir. Auk þess hafði allsherjarnefnd fjallað um skýrslu kirkjuráðs og skilað um hana áliti, sem þingið samþykkti. Þá var nokkrum fyrirspurnum beint til biskups, eins og frá er skýrt síðast í þingtíðindum þessum. Málin eru tekin hér, eins og venjulega, í sömu röð og þau komu á dagskrá fyrst og eins og þau voru lögð fyrir af flutnings- mönnum. Um hvert þingmál fóru fram tvær umræður, eins og þingsköp mæla fyrir, hin síðari þegar nefnd hafði um það fjallað og skilað aliti smu. Að lokinni umræðu um álit nefndarinnar var málið afgreitt með þeim hætti, sem hér greinir.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.