Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 14

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 14
1972 8. Klrkjuþlng 4. mál Frh. a) 2.gr. laganna orðist svo: Sóknarnefnd skal halda að minnsta kosti einn almennan safnaðarfund ár hvert til að ræða um kirkjuleg málefni safnaðarins. Aukafundi skal halda, þegar meiri hluti sóknarnefndar fer fram á það. Sóknarnefndin kýs sér oddvita úr sínum hópi, en að öðru leyti skipta nefndarmenn störfum með sér. Oddviti boðar fundi og stýrir þeim. Fundur er lögmætur, ef 2/3 sóknar- nefndarmanna sitja hann, enda hafi hann verið boðaður með nægilegxom fyrirvara. Sóknarprestur og safnaðarfulltrúi skulu starfa með sóknarnefnd og sitja fundi hennar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt* b) 4.gr. laganna orðist svo: Sóknarnefndarmenn eru 3 í sóknumj sem færri hafa sóknarmenn en 500j ella 5> unz tala sóknarmanna er 1000. Kjósa skal tvo menn til viðbótar í sóknarnefnd fyrir hver full tvö þúsund sóknarmanna, sem við bætast. Þó skulu aldrei fleiri í sóknarnefnd en ellefu alls. Kjósa skal jafnmarga vara- menn, sem taka sæti í forföllum aðalmanna. c) 6.gr. laganna orðist svo: Kosningin gildir til fjogurra ára. Á fyrsta aðalsafnaðarfundi eftir að lög þessi öðlast gildi, skal kjósa sóknarnefndir eftir þeim í öllum sóknum. Að tveimur árum liðnum skal minni hluti kjörinna nefndarmanna, svo og varamanna, ganga úr nefndinni og ræður hlutkesti, en hinn hlutinn að fjórum árum liðnum. Samkvsamt þessu fara síðan ávallt hinar tvær deildir nefndar- manna frá annað hvert ár á víxl. d) l6.gr. laganna orðist svo: Á aðalsafnaðarfundi skal kjósa einn safnaðarfulltrúa fyrir sóknina og annan til vara til fjögurra ára í senn. Á fyrsta aðalsafnaðarfundi eftir að lög þessi öðlast gildi skal kjósa safnaðarfulltrúa og varamann hans. Um kosningu þeirra og kjörgengi gilda sömu reglur og um sóknarnefndarmenn.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.