Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 15
1972
8» Klr.kjuþlng
5 • mál
Frumvarp
tll samþykktar um fermingarundirbúning og fermlngu.
Frsm. sr. Bjarni Sigurðsson.
l.gr.
Markmið fermingarfræðslunnar er að vekja og glæða trúar- og
siðgæðisvitund barnanna, laða þau til samfélags við Krist og
til fullrar þátttoku í lífi kirkjunnar, svo að þau fái til-
einkað sér þann frelsandi boðskap, sem felst í fagnaðarerindi
Krists, og að hann megi verða leiðtógi lífs þeirra.
2 .gr.
Lögð skal sérstök áherzla á nokkur grundvallaratriði varðandi
kunnáttu barna undir fermingu. Börnin skulu kunna að minnsta
kosti þessi atriði: 1) Signingu., 2) Faðir vor, 3) Blessunar-
orðin, 4) Boðorðin 10 ásamt kærleiksboðorðinu mikla og gullvægu-
lífsreglunni, 5) Trúarjátninguna, 6) Innsetningarorð skírnar-
og altarissakramentis.
3-gr.
Börnin skulu kunna 35 valdar ritningargreinar hið minnsta og
a.m.k. tíu til fimmtán sálma úr sálmabók kirkjunnar.
4.gr.
Börnin skulu frasdd rækilega um þessi atriði: 1) Biblíuna, 2) Líf
og kenningu, dauða og upprisu Krists, 3) Sakramentin, 4) Bænina*
5) Kirkjuna og kirkjuárið, 6) Guðsþjónustuna,, sálmabókina, Passíu
sálmana og bænabók, 7) Meginatriði trúar- og siðalærdóms hinnar
evangelisk-lúthersku kirkju, 8) Kristniboð heima og erlendis.
5-gr.
Nánar skal kveðið á um framangreind atriði og annað, er til
greina kemur, í námsskráj er kirkjuráð setur í samræmi við
ofangreindar meginreglur. Kveðið sé þar m.a. á um úrlausnar-
efni er biskup leggi fyrir árlega og fái niðurstöðu þess í hendur
Frh.