Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 19

Gerðir kirkjuþings - 1972, Síða 19
1972 8. Kirk.juþing 7 • mál T i 1 1 a g a til þingsályktunar um tekjustofna safnaða. Plutt af biskupi. Kirkjuþing minnir á þá staðreynd, að lögmæltar sóknartekjur nægja engan veginn til brýnna þarfa safnaðanna í landinu. Auk þess skal á það bent, að kirkjugjaldið er persónuskattur, en aðrir slíkir skattar hafa nú verið úr lögum felldir. Þess vegna ályktar Kirkjuþing, að fyllsta nauðsyn sé á því, að fram fari nú þegar gagnger athugun þessa máls í því skyni að finna og lögfesta tekjustofna, er tryggi söfnuðum þjóð- kirkjunnar eðlileg fjárráð til starfsemi sinnar. Vísað til löggjafarnefndar. Frsm. hennar í málinu var Gunnlaugur Finnsson. Við 2. umræðu var áliti nefndarinnar vísað til hennar aftur til frekari at- hugunar. Endanlegt álit hennar var samþykkt og var það svohljóðandi: Þar sem heildarlöggjöf um opinber gjöld er nú í ýtarlegri endur- skoðun, felur Kirkjuþing kirkjuráði að fylgjast með þróun almennrar skattheimtu í landinu og gera tillögur til löggjafans um gjald- stofn til kirkna, er sjálfkrafa breytist með breyttu verðlagi, og tnyggi söfnuðum þjóðkirkjunnar eðlileg fjárráð til starfsemi sinnar. Þess sé gætt eftir föngum, að varðveitt sé sjálfsforræði safnaða í þessum efnum. Leitað sé álits safnaða um þetta mál áður en það verður endanlega afgreitt..

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.