Gerðir kirkjuþings - 1972, Qupperneq 25
1972
8. Kirkjuþing
13. mál
T 1 1 1 a g a
tll þingsályktunar um d.jáknaþ.jónustu.
Flutn.m. sr. Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup.
Þar sem svo hagar til, að skortur er á prestum til starfa í
prestaköllum dreifbýlis í landinu, vill Kirkjuþing hvetja
til þess, að reynt verði að fá djákna og safnaðarsystur til
safnaðarstarfa. Með skírskotun til þess, að djáknaembættið
gæti verið veigamikill þáttur safnaðarstarfsins, vill þingið
beina þeim eindregnu tilmælum til biskups og kirkjuráðs, að
framhald verði á mótun þess embættis í kirkju vorri.
Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. sr. Trausti
Pétursson). Nefndin lagði til, að ályktunin væri
samþykkt með lítilli breytingu, svo hljóðandi:
Þar sem svo hagar til, að skortur er á prestum til starfa í
prestaköllum dreifbýlis í landinu, vill Kirkjuþing hvetja
til þess, að reynt verði að fá til safnaðarstarfa djákna og
safnaðarsystur, sem hlotið hafa nauðsynlegan undirbúning.
Með skírskotun til þess, að djáknaembættið gæti verið veiga-
mikill þáttur safnaðarstarfsins, vill þingið beina þeim eindregnu
tilmælum til biskups og kirkjuráðs, að framhald verði á mótun
þess embættis í kirkju vorri.