Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 31

Gerðir kirkjuþings - 1972, Blaðsíða 31
1972 8. Kirkjuþlng 19» mál T 1 1 I a g a tll þingsályktunar um klrkjuhjálp. Flutn.m. frú Jósefína Helgadóttir. Kirkjuþing haldið 1972 ályktar, að koma beri á fót sérstakri kirkjuhjálp við guðsþjónustur í kirkjum landsins. Kirkjuhjálp þessi felur í sér, að tekið sé á móti kirkjugestum í anddyri kirkju, þeim réttar sálmabækur og vísað til sætis. Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. Þórður Tómasson). Nefndin lagði til, að ályktunin væri orðuð svo, og var hun samþykkt þannig: Kirkjuþing haldið 1972 ályktar, að koma beri á stofn sérstakri kirkjuþjónustu við messur í kirkjum landsins. Kirkjuþjónusta þessi felur í sér m.a. að tekið sé á móti kirkjugestum í for- kirkju, þeim réttar sálmabækur og vísað til sætis. Kirkjuþingið minnir jafnframt á nauðsyn þess að skipuleggja starf í söfnuðunum, sem miðar að því að auðvelda gömlu og lasburða fólki kirkjuferðir. Kirkjuþingið felur biskupi að koma þessu máli til presta og sóknarnefnda til framkvæmdar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.