Öldrun - 01.03.2002, Síða 4

Öldrun - 01.03.2002, Síða 4
4 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Helga Björg er tónmenntakennari og músíkþerapisti að mennt og er nú að ljúka mastersnámi við Álaborgarháskóla í Danmörku. Greinin fjallar um músíkþerapíu með heilabiluðum einstaklingum. Fjallað er um hvað músíkþerapía er og hvernig hægt er að nýta hana með heilabiluðm einstaklingum. Að lokum er lítillega fjallað um könnun er Helga Björg undir handleiðslu Jóns Snædal og Berglindar Magnúsdóttur, framkvæmdi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Landakoti síðastliðið vor 2001. Músíkþerapía með heilabiluðum einstaklingum Í raun er hægt að segja að músíkþerapía hafi alltaf verið til. Ef við fylgjum mannkynssögunni eins langt aftur og skrifað er, er hægt að finna ýmsar frásagnir af því hvernig tónlist hefur verið notuð í læknisfræði- legum tilgangi og hvaða meðferðar áhrif hún getur haft á fólk. Síðustu 50 árin hefur músíkþerapían staðið sem sjálfstæð rannsóknarfræðigrein, að hluta til sem einn hluti af læknisfræðilegri sögu og að hluta til sem tón- listarfræði - og tónlistarfagurfræðilegri sögu sem er of umfangsmikið til að fara nánar út í hér. Músíkþerapía er alls ekki nýtt fyrirbæri hér á landi því árið 1970 var hún fyrst kynnt hér og þá af Eyjólfi Melsted sem þá starfaði á Kópavogshæli. Síðan hafa fleiri íslendingar útskrifast með þessa menntun, en músíkþerapíu er ekki hægt að læra hér á landi. Ég kaus að stunda músikþerapíu við Álaborgar háskóla í Danmörku. Músíkþerapistanámið þar tekur 5 ár og lýkur með kandídat gráðu. Námið skiptist niður í þrjú þverfagleg svið sem stunduð eru öll samhliða. Má þar nefna bókleg fög eins og almenna sálarfræði, sálgreining og sjálfssálarfræði, geðfræði og svo ýmis tónvísindi eins og tónlistarsögu, tónlistarsálfræði og tónlistarheimspeki. Síðan eru verklegar greinar eins og píanóleikur bæði almennur og klínískur, söngur og samspil þar sem kennt er á hin ýmsu hljóðfæri. Auk þessa er svo kennd tónfræði og hljómfræði svo einhvað sé nefnt. Nemendur þurfa sjálfir að vera í þerapíu/meðferð öll árin sem þeir eru í námi þar sem þeir bæði þiggja meðferð og veita hana. Einnig fara nemendur í verk- nám á flestum önnum námsins og kynnast þá enn betur mismunandi viðfangsefnum músíkþerapíunnar. Háskólinn í Álaborg er eini skólinn í Danmörku sem býður upp á nám í músíkþerapíu og eini skólinn í Evrópu sem býður upp á doktorsnám í músíkþerapíu, þ.a.l. býður skólinn upp á allt það nýjasta innan þessa geira auk þess að vera virkur í rannsóknarvinnu. Sökum þessa er músíkþerapistadeildin mjög viður- Músikþerapía fyrir Alzheimers- sjúklinga Heilga Björg Svansdóttir músikþerapisti

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.