Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 7

Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 7
7ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 senn, í músikþerapíu. Rannsóknin sýndi fram á mikla breytingu á félagslegri hegðun sjúklinganna. (Millard og Smith, 1989). Árið 1994 framkvæmdi Melissa Brotons og Patty Pickett – Cooper rannsókn sem bar yfirskriftina „Val Alzheimerssjúklinga á mismunandi tónlistar starfsemi s.s. söng, hljóðfæri, dansi/hreyfingu, leikjum og að semja tónlist/spinna (improvisera)“. Tuttugu konur á tveimur hjúkrunarheimilum sem voru greindar með Alzheimer sjúkdóm tóku þátt í þessari rannsókn til að finna út hver áhugi þeirra væri á ofangreindum atriðum. Sjúklingarnir mættu tvisvar í viku, 30 mín. í senn í litlum hópum (tveir til fjórir í hverjum hópi) í samtals fimm músíkþerapíu tíma. Í hverjum tíma var eitt tónlistaratriði kynnt og í lok tímans voru sjúklingarnir beðnir um að segja til um hvernig þeim fannst viðkomandi tími. Hver tími var tekinn upp á myndband til að geta greint sjúklingana eftir hvern tíma. Útkoman varð sú að þátttaka í að semja tónlist/ spinna var þýðingarmikið minni en þátttakan við að spila á hljóðfæri (einhvað fyrirfram ákveðið), að dansa, syngja eða að leika tónlistarleiki. (Brotons og Pickett – Cooper, 1994). 1996 framkvæmdi Alicia Clair rannsókn í Banda- ríkjunum þar sem hún athugaði hvort að athygli Alzheimerssjúklinga héldist betur við söng heldur en þegar lesið var fyrir þau upp úr dagblöðum. 26 Alzheimerssjúklingar hittu hver fyrir sig Clair í 40 mín. í senn í fjögur skipti. Tímanum var skipt niður í að lesa úr dagblaði, syngja og svo að sitja í þögn. Sjúklingarnir voru teknir upp á myndbönd sem síðan voru athuguð á eftir. Í ljós kom að viðbrögð sjúklinganna voru mest þegar sungið var, en þar á eftir þegar lesið var upp úr dagblöðum fyrir þá. (Clair, 1996). 1999 framkvæmdi Linda A. Gerdner rannsókn þar sem hún rannsakaði hvaða áhrif tónlist hefði á þung- lyndi hjá fólki með Alzheimer sjúkdóm. Þetta athugaði hún út frá GDS þunglyndismati. Í ljós kom að tónlistin hafði mikil áhrif á þunglyndi sjúklinganna. (Gerdner, 2000). Það er því vitað að músikþerapía hefur bætanleg áhrif á hegðun Alzheimerssjúklinga og getur aukið lífs- gæði þeirra. Áhrifin geta þó verið mismikil miðað við hverja hegðun og hvern sjúkdóm. Könnun Vorið 2001 fékk ég leyfi til að framkvæma könnun í samstarfi við Jón Snædal yfirlækni á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Landakoti og Berglindi Magnús- dóttur sálfræðing sem einnig starfar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Landakoti. Tilgangur þessarar könnunar var að athuga hversu mikil áhrif músíkþer- apían hefði á mismunandi þætti hegðunar hjá Alzheim- erssjúklingum auk þess að athuga hvort að hún hefði áhrif á þunglyndi hjá þeim sem það hefðu. Hér á eftir langar mig til að segja örlítið frá þessari könnun og hverjar niðurstöður voru. Allar tilgáturnar sem athugaðar voru miðast við þessa könnun sem varði í 4 vikur. Tilgáturnar voru átta og eru þær eftirfarandi: Fyrsta tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á ofsóknir og aðrar ranghugmyndir hjá Alzheimerssjúk- lingum. Önnur tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á ofskynjanir hjá Alzheimerssjúklingum. Þriðja tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á truflun á virkni hjá Alzheimerssjúklingum. Fjórða tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á árásarhneigð hjá hjá Alzheimerssjúklingum. Fimmta tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á dægurvillu hjá Alzheimerssjúklingum. Sjötta tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á tilfinninga truflanir hjá Alzheimerssjúklingum. Sjöunda tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á kvíða og fælni hjá Alzheimerssjúklingum. Áttunda tilgáta var sú að músikþerapía hefði áhrif á þunglyndi hjá Alzheimerssjúklingum. Þátttakendur Þátttakendur voru 8 Alzheimerssjúklingar á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi Landakoti. 4 sjúklingar komu frá L – 1 öldrunarlækningadeild fyrir heilabilaða og 4 sjúklingar komu frá L – 4 öldrunarlækningadeild fyrir heilabilaða. Þátttakendur voru fæddir á bilinu 1909 – 1927. Kynjahlutfall voru tveir karlmenn á móti 6 konum. Sjúklingar með blandaða Alzheimer greiningu (Alzheimer vaskular) voru valdir af handahófi úr hópi sjúklinga sem fyrirsjáanlegt var að yrðu lengur en 8 vikur á Landakoti. Mælitæki Þau mælitæki sem notuð voru eru eftirfarandi: „The Global Scale for Assessment of Primary Degen- erative Dementia“ (Reisberg, Ferris, Leon og Crook, 1982) er forpróf sem notað var til að greina sjúklingana áður en sjálf könnunin hófst. Þetta forpróf er almennur kvarði sem ætlaður er til að greina stígun sjúkdóms hjá viðkomandi sjúkling. Í forprófinu „The Global Scale for Assessment of Primary Degenerative Dementia“ er Alzheimerssjúk- dómnum skipt upp í sjö klínísk stig, það er frá 1. stigi sem er engin vitsmunaleg hnignun til 7. stigs sem er mjög mikil vitsmunaleg hnignun. Með tilliti til könnunarinnar var æskilegt að þeir sjúklingar sem valdir yrðu mældust á bilinu 5 – 6 í for- prófinu. Þunglyndismat fyrir aldraða - íslensk gerð (Geriatric Depression Scale (GDS)) ( Yesavage, Brink, Rose o.fl. 1983). Höfundur þessa mats er Yesavage en íslenskar þýðingar hafa Jón Eyjólfur Jónsson og Björn Einarsson

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.