Öldrun - 01.03.2002, Page 30
31ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
Dr. FRIÐRIK EINARSSON lést á Landa-
kotsspítala þann 28. september s.l. á 93
aldursári. Hans hefur verið minnst sem
fjölhæfs læknis og brautryðjanda, sem
kom víða við á starsferli sínum. Hann afl-
aði sér sérfræðiþjálfunar í almennum
handlækningum og kvensjúkdómum í
Danmörku, nam þvagfæraskurðlækn-
ingar í Bandaríkjunum og kenndi þá sér-
grein við læknadeild Háskóla Íslands um
árabil og skrifaði doktorsritgerð sína á
sviði bæklunarskurðlækninga á Íslandi.
Hann ruddi brautina fyrir heila- og taugaskurðlækn-
ingar á Íslandi. Hann kom á kraftmiklu samstarfi við
grænlensku heilbrigðisþjónustuna. Sem nemandi hans
minnist ég hans sem framúrskarandi kennara og mik-
ilhæfs skurðlæknis (“stórkírúgs”) og þótt hann væri
dagfarslega nákvæmur og formfastur, hafði hann alltaf
kímnina og léttleikann með í farteskinu. Mörg ummæli
hans urðu fleyg og léttu þau stundir fólks í sínu dag-
lega amstri. Fyrir tímaritið Öldrun vil ég fara nokkrum
orðum um brautryðjandastarf hans á sviði öldrunar-
mála.
Árið 1976 tók Dr. Friðrik að sér umsjón með endur-
hæfingar- og langlegudeild Borgarspítalans að Hafnar-
búðum. Borgaryfirvöldum hafði verið mikið í mun að
sinna betur öldruðum sjúklingum í Reykjavík. Algengt
var að þeir dveldu í heimahúsum við lélega heilsu og
misjafnan aðbúnað og voru þeim nánast allar bjargir
bannaðar með innlagnir á sjúkrahús til endurhæfingar
eða til vistunar á hjúkrunarheimili. Við bættist að öll
heimilisþjónusta var vanþróuð á þessum tíma. Algengt
var einnig að gamalt og örvasa fólk dveldi mánuðum
og árum saman á bráðadeildunum sjúkrahúsanna.
Þessi vandi hafði ríkt í Reykjavík um árabil og var ein-
arður vilji borgaryfirvalda undir forystu borgarlæknis
að sinna því verkefni sérstaklega með því að reisa B-
álmu hins nýja Borgarspítala í þeim tilgangi. Tregða
komst á byggingarframkvæmdir við B-álmu og fóru
yfirvöld því þá leið að reisa öldrunardeild
í Hafnarbúðum. Þegar hún stóð tilbúin
reyndust engir læknar á sjúkrahúsinu til-
tækir að sinna því nema Dr. Friðrik, sem
bauð fram krafta sína.
Dr. Friðrik, þá 67 ára gamall, tók ötul-
lega til starfa í Hafnarbúðum. Hann tók
inn langlegusjúklinga af bráðadeildum
og réði til starfa sjúkra- og iðjuþjálfa.
Hann kom á náinni samvinnu við heima-
þjónustu (heimahjúkrun og heimilis-
hjálpina) og skipulagði hvíldarinnlagnir fyrir fólk úr
heimahúsum. Sjálfur fór hann stundum í vitjanir heim
til fólksins, til að kanna aðstæður og tala við aðstand-
endur. Neyðin var stór og mikill þrýstingur var að taka
fólk ekki heim aftur úr þessum hvíldarinnlögnum. Sem
dæmi má nefna að útbúið var sérstakt plagg í Hafnar-
búðum fyrir aðstandendur sjúklinga úr heimahúsum til
að skrifa undir að samþykkja að taka gamalmennið
heim aftur á tilsettum tíma, að viðlögðum drengskap.
Dagdeild var hrint af stokkunum en hún létti nokkuð
undir með að gera öldruðu fólki kleift að búa lengur
heima.
Dr. Friðrik barðist fyrir bættum hag aldraðra í
Reykjavík með erindum og greinaskrifum í blöð. Hann
braut blað í viðhorfum til líknarmeðferðar á Íslandi
með því að þýða og kynna ,,Mit Livs Testament’’. Á
ensku kallast það ,,Living Will’’ og var síðar þýtt á
íslensku sem ,,líknarskrá’’. Líknarskrá voru fyrirmæli
sjúklings um sína eigin meðferð við lífslok. Hug-
myndin var að einstaklingurinn gæti ákveðið fyrirfram
og áður en hann hugsanlega yrði ósjálfbjarga og gæti
ekki tjáð sig eðlilega, mælt svo fyrir á löggildan hátt að
ekki mætti nota lífslengjandi aðgerðir við sig s.s. gjör-
gæsluvélar, magaslöngur eða næringu í æð, við þær
kringumstæður. Dæmin voru, því miður, alltof mörg á
þeim tíma um að lífi var haldið í sjúklingum á sjúkra-
húsunum löngu eftir að því var raunverulega lokið. Hér
Minningarorð
um Dr. Friðrik Einarsson
Ársæll Jónsson, öldrunarlæknir