Són - 01.01.2006, Blaðsíða 11
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 11
Þegar Skógarkristur skriftar konunni, eru brot á föstuhaldi talin til
hinna stærri synda ... og þó að þetta hafi í sögunni staðið, þá mátti
sleppa því, og það mundi strangur Lútherstrúarmaður á siðskifta-
tímanum hafa gert. Ekki skal fullyrt, að höfundur rímnanna sje
með öllu ósnortinn af hinum nýja boðskap, en sennilega hefur
hann verið roskinn maður, þegar lútherska kom til Íslands, og til
æfiloka verið meir kaþólskur en lútherskur. Þegar á það er litið, að
Skógarkristsrímur eru eldri um málfar en Hálfdanar rímur
Eysteinssonar, og Hálfdanarrímar eru sýnilega eftir skáld af eldri
kynslóð en Magnús prúði [uppi frá um 1525–15919], þá virðast
Skógarkristsrímur varla geta verið ortar mörgum árum síðar en
1550, og um það leyti er líklegt að Rögnvaldur blindi hafi dáið.10
Rímurnar eiga sér ekki samsvörun í óbundnu íslensku máli en eru
taldar kveðnar eftir glataðri sögu, sennilega íslenskri, og kallar rímna-
skáldið verk sitt ævintýri og segist kveða það bæði eftir munnmælum
og bók, eins og fram kemur í fyrri rímunni.11
Þetta ágætt ævintýr
er ekki logið að neinu
því ritningin, skötnum skýr,
skrifast af efni hreinu.
Bragnar hafa og bókin merk
birt það eyrum mínum
að þau héldi ungann klerk
einn á garði sínum.
Ævintýrið er um roskinn bónda (eiginmann), unga ótrúa eig-
inkonu og friðil hennar, ungan klerk, sem er heimilisfastur hjá þeim.
Konan vill losna við eiginmanninn og biður yfirnáttúrulega veru um
hjálp til þess og fær loforð um bænheyrslu, reyndar ekki til að losna
við hann að fullu heldur gera hann blindan og heyrnarlausan.
Loforðið fær hún frá bónda sínum er dulbúið hefur sig vegna þess að
hann grunar hana um ótryggð en hefur ekki fengið sönnur á. Konan
treystir honum, skriftar fyrir honum og í einfeldni sinni hjálpar hún
9 Páll Eggert Ólason (1950:431).
10 Björn K. Þórólfsson (1934:462).
11 Vísur I.15 og I.19.