Són - 01.01.2006, Side 12
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR12
honum til að fá færi á friðlinum og drepur bóndi hann. Davíð
Erlingsson hefur, í grein sinni um Skógar-Krist, er birtist í Ólafskrossi,
ristur Ólafi Halldórssyni, sextugum, 1980, bent á að þessi saga sé
týpa númer 1380 í skrá Arnes og Thompson, ævintýri um ótrúa eig-
inkonu og hvernig hún er blekkt.12
Hin ótrúa eiginkona spyr Guð hvernig hún geti leikið á mann
sinn. Bóndi hennar mælir til hennar úr tré eða rjáfri og segir
henni að hún geti slegið hann blindu með því að gefa honum
brauðysting. Bóndinn gerir sér upp blindu og drepur friðilinn.
Líkinu er síðan kastað í ána.13
Björn Karel og Davíð telja báðir ævintýrið austurlenskt að uppruna og
þaðan komið til Vesturlanda. Það finnist víða um lönd, stílfært á ýmsa
vegu eftir löndum en á íslensku þekkist það aðeins í Skógar-Krists
rímum.14 Líklegt má telja, eins og áður hefur komið fram, að það hafi
hingað borist frá Þýskalandi. Hefur Einar Ól. Sveinsson bent á að til
séu í handritum þýðingar smásagna eða ævintýra frá því um 1600 sem
berlega séu snúnar úr þýsku.15 Í greinum Vésteins Ólasonar og Peter
A. Jorgensen í Opuscula V kemur einnig hið sama fram, að á miðöld-
um hafi hingað til lands borist sagnir frá Þýskalandi.16
Skógar-Kristsrímur fylla því flokk þeirra rímna sem varðveita glat-
aða sögu.
Lok sögunnar, þar sem lýst er iðrun konunnar og hreinlífi það sem
eftir er ævinnar og hvernig bóndinn í gervi Skógar-Krists annast hana
og fullvissu um himnavist þeim báðum til handa, telur Davíð Erlings-
son benda til að lausamálssagan hafi verið færð í stílinn og í átt til
siðadæmisögu.17 Í sömu átt bendir eftirfarandi vísuorð úr mansöng
seinni rímunnar: „hver hefur það sem vinnur til.“18
Voru Skógar-Krists rímur þá ef til vill kveðnar ungum eiginkonum
eldri bænda til varúðar svo þær létu ekki freistast – dæmisaga, líkt og
víða erlendis (austurlensk dæmisaga sem barst til vesturlanda – sjá
hér að framan), sem kveðin var sem forvörn því vítin eru til að varast
12 Davíð Erlingsson (1980:9).
13 Aarne’s, Antti og Thompson, Stith (1973:410). Þýðing.
14 Björn K. Þórólfsson (1934:457) og Davíð Erlingsson (1980:10–11).
15 Einar Ól. Sveinsson (1956:205).
16 Jorgensen, Peter A (1975) og Vésteinn Ólason. (1975).
17 Davíð Erlingsson (1980:10).
18 Vísa II.11.4.