Són - 01.01.2006, Page 12

Són - 01.01.2006, Page 12
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR12 honum til að fá færi á friðlinum og drepur bóndi hann. Davíð Erlingsson hefur, í grein sinni um Skógar-Krist, er birtist í Ólafskrossi, ristur Ólafi Halldórssyni, sextugum, 1980, bent á að þessi saga sé týpa númer 1380 í skrá Arnes og Thompson, ævintýri um ótrúa eig- inkonu og hvernig hún er blekkt.12 Hin ótrúa eiginkona spyr Guð hvernig hún geti leikið á mann sinn. Bóndi hennar mælir til hennar úr tré eða rjáfri og segir henni að hún geti slegið hann blindu með því að gefa honum brauðysting. Bóndinn gerir sér upp blindu og drepur friðilinn. Líkinu er síðan kastað í ána.13 Björn Karel og Davíð telja báðir ævintýrið austurlenskt að uppruna og þaðan komið til Vesturlanda. Það finnist víða um lönd, stílfært á ýmsa vegu eftir löndum en á íslensku þekkist það aðeins í Skógar-Krists rímum.14 Líklegt má telja, eins og áður hefur komið fram, að það hafi hingað borist frá Þýskalandi. Hefur Einar Ól. Sveinsson bent á að til séu í handritum þýðingar smásagna eða ævintýra frá því um 1600 sem berlega séu snúnar úr þýsku.15 Í greinum Vésteins Ólasonar og Peter A. Jorgensen í Opuscula V kemur einnig hið sama fram, að á miðöld- um hafi hingað til lands borist sagnir frá Þýskalandi.16 Skógar-Kristsrímur fylla því flokk þeirra rímna sem varðveita glat- aða sögu. Lok sögunnar, þar sem lýst er iðrun konunnar og hreinlífi það sem eftir er ævinnar og hvernig bóndinn í gervi Skógar-Krists annast hana og fullvissu um himnavist þeim báðum til handa, telur Davíð Erlings- son benda til að lausamálssagan hafi verið færð í stílinn og í átt til siðadæmisögu.17 Í sömu átt bendir eftirfarandi vísuorð úr mansöng seinni rímunnar: „hver hefur það sem vinnur til.“18 Voru Skógar-Krists rímur þá ef til vill kveðnar ungum eiginkonum eldri bænda til varúðar svo þær létu ekki freistast – dæmisaga, líkt og víða erlendis (austurlensk dæmisaga sem barst til vesturlanda – sjá hér að framan), sem kveðin var sem forvörn því vítin eru til að varast 12 Davíð Erlingsson (1980:9). 13 Aarne’s, Antti og Thompson, Stith (1973:410). Þýðing. 14 Björn K. Þórólfsson (1934:457) og Davíð Erlingsson (1980:10–11). 15 Einar Ól. Sveinsson (1956:205). 16 Jorgensen, Peter A (1975) og Vésteinn Ólason. (1975). 17 Davíð Erlingsson (1980:10). 18 Vísa II.11.4.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.