Són - 01.01.2006, Page 36

Són - 01.01.2006, Page 36
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR36 eru heldur ekki sagðar fréttir,6 en sú íþrótt að færa fréttirnar í bundnu máli hefur fljótt orðið vinsæl hér á landi og er fjöldi ljóðabréfa eftir þekkt skáld og ýmsa hagyrðinga varðveittur í handritum allt fram til loka 19. aldar. Langflest þessara ljóðabréfa eru byggð upp eins og venjuleg sendibréf. Viðtakandanum er heilsað og þess óskað að bréfið hitti hann eða hana við góða heilsu. Þá segir bréfritari fréttir af sjálfum sér og sínum nánustu, síðan almennar fréttir og lýkur bréfinu svo á heillaóskum og kveðjum til viðtakanda. Hve nákvæmlega fréttirnar eru tíundaðar fer eftir sambandi viðtakanda og bréfritara, svo sem hve nánum fjölskylduböndum þeir eru bundnir og hve vel viðtakandinn þekkir umhverfi bréfritarans.7 Ljóðabréf sem aðeins segja af einum ákveðnum atburði eru einnig til og eru þau oftast ort í léttum dúr og líkjast meira gamanbrögum en venjulegum sendibréfum. Íslensk ljóða- bréf hafa langflest verið ætluð til skemmtunar og afþreyingar með frá- sögnum sínum og hafa þess vegna jafnvel verið talin náskyld rímna- kveðskap.8 Venjulega eru þau ort undir rímnaháttum og er þá sama hætti haldið út allt bréfið. Svo er einnig um það ljóðabréf sem hér er birt, en það er ort undir þríhendu stikluviki. Bréfið er varðveitt í handritadeild Landsbókasafns undir safnmark- inu JS 237 8vo sem tilheyrir handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta. Undir safnmarkinu eru tveir handritabögglar með ýmsum ósam- stæðum handritum frá mismunandi tímum. Handritin eru skrifuð af ýmsum á 18. og 19. öld og hafa flest að geyma kveðskap af ýmsu tagi, margt eftir nafngreinda höfunda. Ljóðabréfið er í böggli sem merktur er JS 237 8vo b og er skrifað á sjö blöð sem eru saumuð saman í kver. Ómögulegt er að segja til um hvort hér er um eiginhandarrit að ræða. Höfundar er ekki getið í handritaskrá og ekki eru þar heldur upplýs- ingar um hvernig bréfið komst í hendur Jóns Sigurðssonar.9 Á nokkur handrit í bögglinum hefur Jón skrifað hvaðan hann fékk þau og hvenær, en svo virðist sem í böggulinn hafi verið safnað handritum sem Jón hefur eignast á ýmsum tímum úr ýmsum áttum. Höfundur ljóðabréfsins er Solveig Eiríksdóttir (1805–1843) dóttir Eiríks Jónssonar bónda á Naustum á Höfðaströnd og konu hans Jórunnar Pétursdóttur. Eiríkur drukknaði á Skagafirði 24. desember 6 Bréfið er birt hjá Jóni Þorkelssyni (1888:388–389). 7 Góð dæmi um misjafnlega persónuleg ljóðabréf má til dæmis finna hjá Jóni Árna- syni (1879:61–144). 8 Páll Valsson (1996: 395–396). 9 Páll Eggert Ólason (1927:663–664).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.