Són - 01.01.2006, Side 54

Són - 01.01.2006, Side 54
HJÖRTUR MARTEINSSON54 honum allra hátta kærast, og ljóðahætti4 – en einnig bregður hann fyrir sig dróttkvæðum hætti og afbrigði hans, hrynhendu, á eftir- minnilegan hátt.5 Þannig má fullyrða að lífsafstaða Jónasar komi ekki einungis fram í efni kvæða hans heldur og þeim margbreyttu bragarháttum sem hann valdi kvæðum sínum. Áhrifamáttur kvæðanna réðst síðan af listilegri samtvinnan forms og efnis. Auðvitað verður aldrei horft fram hjá þeirri staðreynd að Jónas Hallgrímsson var enginn meðalmaður í kveðskaparlistinni. Hver svo sem bragarhátturinn eða efnið var, sem hann valdi sér, var niður- staðan ætíð á einn veg: allt virtist leika í höndum hans – bragarhátt- urinn sameinaðist efniviðnum á sannfærandi hátt. Í bók sinni, Poetic Form and British Romanticism, eftir Stuart Curran, rekur hann í fróð- legum kafla tengsl skáldskaparformsins og þess frelsis sem listamaður rómantíkurinnar stefndi stöðugt að því að öðlast með listsköpun sinni.6 Enda þótt lífs- og skáldskaparviðhorf bresku skáldanna Byrons og Shelleys verði honum einkum að umræðuefni má merkja líkindi með skáldskaparviðhorfum þeirra og viðhorfum Jónasar Hallgríms- sonar. Allir þessir einstaklingar lifðu að vissu leyti við landfræðilega einangrun – þeir voru upprunnir á eyjum þar sem annars konar viðhorf mótuðu vitund manna en á meginlandi Evrópu. Það breytti því þó ekki að sömu skáldskaparhugmyndir settu mark sitt á þróun rómantíkurinnar víðast hvar í bókmenntum Evrópu enda þótt sérkenni sín hafi hún hlotið að einhverju leyti eftir menningu þeirra þjóðlanda þar sem hugmyndir hennar bar niður. Í huga þessara skálda var skáldskapurinn nátengdur siðferðilegum grunni tilver- unnar og nytseminni. Skáldskapurinn átti að efla með einstakling- unum þroska og ríkari tilfinningu fyrir hinu fagra, góða og nytsama. Aðeins þá var von til þess að menn skynjuðu betur stöðu sína í lífinu og gætu notið þeirra lystisemda sem fólust í því að lesa sannan skáld- skap. Ekki þarf að fara í grafgötur um skyldleika þessara hugmynda við þær sem koma fram í inngangsorðum Fjölnis og rekja má beint til Jónasar Hallgrímssonar: 4 Jónas á það til að blanda saman ljóðahætti og fornyrðislagi eða láta þá hætti leika saman í sömu vísu. Sjá frekar um þessi atriði í: Einar Ólafur Sveinsson (1956: 248–2609). 5 Hér mætti vísa til ritgerðar Sveins Yngva Egilssonar þar sem hann fjallar um meðferð Jónasar á edduháttum í kveðskap sínum og tengir umræðuna skáld- skaparhugmyndum rómantíkurinnar. (Sveinn Yngvi Egilsson 1992). 6 Curran, Stuart (1986213–217).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.