Són - 01.01.2006, Side 59

Són - 01.01.2006, Side 59
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 59 12 Gísli Thorarensen (1885:38–39). 2.2.1 Af frumherjum sonnettukveðskaparins eftir daga Jónasar Hallgrímssonar Augljóst er af þeim sonnettum sem ortar eru nokkru eftir daga Jónasar Hallgrímssonar að hin innibyggða krafa ljóðformsins um röklega niðurskipan efnisins hefur oft og tíðum valdið íslenskum skáldum nokkrum vanda. Þannig má ekki aðeins kenna ákveðna mótsögn á milli göfugleika formsins og þess lítilþæga efnis, sem sum íslensk skáld kusu að fella að sonnettuforminu, heldur og ákveðins stirðleika í framsetningunni. Niðurstaðan verður sú að efnið er ekki til lykta leitt á þann rismikla hátt sem vænta hefði mátt. Að sönnu réðst þetta auðvitað ætíð af því hverjir það voru sem um véluðu hverju sinni. Þess verður að geta, áður en lengra er haldið, að þær tilraunir með sonnettuformið, sem hér verða gerðar að umtalsefni, sáu fæst- ar dagsins ljós fyrr en í ljóðaútgáfum skáldanna og því ekki alveg hægt að meta áhrif tilraunanna á viðhorf annarra skálda. Sumar af þeim tilraunum, sem hér verður getið, hlutu reyndar það hlutskipti að leynast niðri í skúffu innan um handrit skáldanna eða bréf og í sumum tilfellum frumriss þeirra að ljóðum sem aldrei fengu að birt- ast á prenti. Sem slíkar bar þær því ekki fyrir augu lesandans fyrr en löngu síðar. Þetta á við um tilraunir Gísla Thorarensens sem líklega hefur ekki verið alveg fullnuma í skáldskaparlistinni þegar hann hefst handa við að yrkja sérstætt kvæði, Til herra Helga byskups (Thorðarsen). Gísla auðnaðist reyndar aldrei að ljúka kvæðinu áður en hann féll frá. Þrátt fyrir það er augljóst að þarna er um greinileg drög að sonnettu að ræða, því bygging kvæðisins fellur sannarlega að ljóðformi hennar; bæði er tekur til atkvæðafjölda í línu og rímskipanar fyrstu þriggja erindanna, þótt ljóst sé að þar vanti tvær síðustu hendingar kvæðisins eins og útgefandinn getur um neðanmáls.12 Kvæðið er úr syrpu Gísla frá háskólaárunum 1840–1847: Þegar menn hrærðu hörpustrenginn sinn a til heiðurs við þig eptir veikum mætti, B með orktu kvæði einn, og hinn með þætti B jeg einhvern veginn vildi’ ei hreifa minn. a
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.