Són - 01.01.2006, Síða 59
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 59
12 Gísli Thorarensen (1885:38–39).
2.2.1 Af frumherjum sonnettukveðskaparins
eftir daga Jónasar Hallgrímssonar
Augljóst er af þeim sonnettum sem ortar eru nokkru eftir daga
Jónasar Hallgrímssonar að hin innibyggða krafa ljóðformsins um
röklega niðurskipan efnisins hefur oft og tíðum valdið íslenskum
skáldum nokkrum vanda. Þannig má ekki aðeins kenna ákveðna
mótsögn á milli göfugleika formsins og þess lítilþæga efnis, sem sum
íslensk skáld kusu að fella að sonnettuforminu, heldur og ákveðins
stirðleika í framsetningunni. Niðurstaðan verður sú að efnið er ekki
til lykta leitt á þann rismikla hátt sem vænta hefði mátt. Að sönnu
réðst þetta auðvitað ætíð af því hverjir það voru sem um véluðu
hverju sinni.
Þess verður að geta, áður en lengra er haldið, að þær tilraunir
með sonnettuformið, sem hér verða gerðar að umtalsefni, sáu fæst-
ar dagsins ljós fyrr en í ljóðaútgáfum skáldanna og því ekki alveg
hægt að meta áhrif tilraunanna á viðhorf annarra skálda. Sumar af
þeim tilraunum, sem hér verður getið, hlutu reyndar það hlutskipti
að leynast niðri í skúffu innan um handrit skáldanna eða bréf og í
sumum tilfellum frumriss þeirra að ljóðum sem aldrei fengu að birt-
ast á prenti. Sem slíkar bar þær því ekki fyrir augu lesandans fyrr en
löngu síðar.
Þetta á við um tilraunir Gísla Thorarensens sem líklega hefur ekki
verið alveg fullnuma í skáldskaparlistinni þegar hann hefst handa við
að yrkja sérstætt kvæði, Til herra Helga byskups (Thorðarsen). Gísla
auðnaðist reyndar aldrei að ljúka kvæðinu áður en hann féll frá. Þrátt
fyrir það er augljóst að þarna er um greinileg drög að sonnettu að
ræða, því bygging kvæðisins fellur sannarlega að ljóðformi hennar;
bæði er tekur til atkvæðafjölda í línu og rímskipanar fyrstu þriggja
erindanna, þótt ljóst sé að þar vanti tvær síðustu hendingar kvæðisins
eins og útgefandinn getur um neðanmáls.12 Kvæðið er úr syrpu Gísla
frá háskólaárunum 1840–1847:
Þegar menn hrærðu hörpustrenginn sinn a
til heiðurs við þig eptir veikum mætti, B
með orktu kvæði einn, og hinn með þætti B
jeg einhvern veginn vildi’ ei hreifa minn. a