Són - 01.01.2006, Side 68

Són - 01.01.2006, Side 68
HJÖRTUR MARTEINSSON68 Hannes Pétursson hefur haldið því fram að rómantísku skáldin íslensku hafi yfirleitt lagt sig eftir því að forðast notkun samlíkinga í kveðskapnum.18 Þessa skoðun Hannesar má til sanns vegar færa þegar hún er borin að kveðskapnum sem liggur þessum blöðum til grundvallar. Yfirleitt ber meira á beinum myndrænum lýsingum í sonnettunum þar sem brugðið er upp lýsandi mynd sem skáldin leggja síðan til grundvallar frekari útfærslu. Orðfærið er að sömu leyti fremur nærri venjulegu talmáli enda þótt einstaka skáld, eins og Gísli Brynjúlfsson, hafi haft ríka tilhneigingu til að fyrna orðfæri sitt í riti. Hins vegar var ljóðstíll Jónasar Hallgrímssonar alla tíð lág- stemmdur og laus við skrúðmælgi og hófleysi í notkun orðanna. Til grundvallar í ljóðum Jónasar lá beiting hans á hinu hversdagslega orðfæri. Myndmálið í ljóðum hans einkennist yfirleitt af einfaldleika og fágun. Ljóðmál hans er yfirleitt auðskilið – léttleikandi og sam- stillt. Þó á hann til að smíða myndir og líkingar sem nálgast að tor- ræðni mörg nútímaljóð þar sem aðaláherslan liggur á því að vekja með lesandanum grun eða tilfinningu fyrir hinu óútskýranlega og ósegjanlega. Þessa sér þó ekki merki í hinum tveimur sonnettum Jónasar. Líklega er nokkur sannleikur í því fólginn að sum þeirra skálda, sem á eftir Jónasi komu, hafi tamið sér háfleygan stíl sem á köflum varð innantómur og ósamkvæmur lágstemmdu innihaldinu. Ljóst er að sum skáldin á þessum blöðum grundvalla ljóð sín á innblæstrinum og í þeim tilfellum hefði lengri yfirlega leitt til fágunar og dýpri tjáningar. Hjá öðrum nær andinn aldrei því flugi sem þörf var á til að ljá tjáningunni það andríki og seiðmagn sem fangaði huga lesandans fullkomlega og vakti með honum tilfinningu fyrir hinu háleita og göfuga í skáldskapnum. Enn kemur nafn Gísla Thorarensens upp í hugann! Það reyndist nefnilega ekki alltaf auðvelt að fara eftir hinni innibyggðu kröfu ljóðformsins að hefja hið röklega, markvissa og djúpvitra á stall. Skáldskapur Matthíasar Jochumssonar kallast í sum- um tilfellum á við þessa fullyrðingu og styrkir hana enda þótt Matthíasi takist að stilla mjög strengi sína í átt að þýðleika og fegurð í mörgum öðrum kvæðum sínum. Fleiri skáld eiga þó fyrrnefnda glósu miklu fremur skilda en Matthías, enda mönnum gjarnt að gera 18 Hannes Pétursson (1964:159).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.