Són - 01.01.2006, Page 92

Són - 01.01.2006, Page 92
JÓN SIGURÐSSON92 Mjólkurfélagi Reykjavíkur og Sláturfélagi Suðurlands um langt skeið og honum féll alls ekki við allar þær skipulagshugmyndir og róttæku tillögur sem snertu landbúnaðinn og hrundið var í framkvæmd þegar leið á 4. áratuginn. Hann mun hafa reikað nokkuð í afstöðu sinni þegar að Nýsköpunarstjórninni kom en hann var henni mjög and- snúinn að vonum. En hann kennir líka til undan þeirri atburðarás sem varð til þess að hann fluttist brott af bújörðinni í Kollafirði. Áður höfðu aðstæður, bæði í atvinnumálum og fjölskyldulífi hans sjálfs, orðið til þess að hann missti eignarhald á jörðinni í hendur ríkisins eftir að hafa neyðst til að leita aðstoðar hjá Kreppulánasjóði. Þetta hefur gengið honum mjög nærri hjarta. Hann var aldrei efnamaður og mun hafa gengið nærri fjárhag sínum til að eignast jörðina en þegar kreppan skellur á gat hann ekki varist. Hann missir eignarhaldið þótt hann hafi haldið erfðafestu og eign á mannvirkjum og þegar hér er komið sögu var heilsunni tekið að hraka og hann brá búi árið 1943. Það skipti hann miklu máli að jörðin hélst í fjölskyldunni. Í æsku hafði hann áhuga á námi í íslenskum fræðum og bókmennt- um en eftir að hann tók út þroska gat hann ekki hugsað sér að vera eða verða neitt annað en bóndi. Það var honum bæði ljúft og skylt að taka við erfðabúi og skila því áfram til erfingja. En efnahagslegur ósig- ur varð honum persónulegt áfall og í kvæðum og vísum reynir hann alls ekki að fela þetta á neinn hátt. Vonbrigði hans, stundum gremja og alltaf einlæg sorg yfir þessu, koma víða fram og eru sterkur þráður í skáldskap hans, ekki síst þegar líður á. Víða er yfirbragð kvæða hans þunglyndislegt og fullt af trega og sums staðar gremju yfir þessu öllu. Í þessu er Kolbeinn Högnason líka merkilegur fulltrúi þeirra tíða sem hann lifði og þeirra kennda sem mótuðu heilar kynslóðir Íslendinga á 20. öldinni. Einhver atvik í þessari atburðarás verða til þess að hann minnist í kvæðum og vísum aftur og aftur á heiðarleika og svik, heilindi og lygi, einlægni og yfirdrepsskap. Eitthvað liggur þessum orðum að baki sem hefur algerlega brennt sig inn í vitund hans. Nú verður ekki skorið úr um þetta en tvennt mætti álykta. Annars vegar er vitað að honum gramdist margt í stefnu og framkvæmdum fyrri samherja þegar leið á 4. áratuginn og ríkisstjórnin (stjórn hinna vinnandi stétta) lét til sín taka í málefnum landbúnaðarins. Hins vegar er vitað að hann lenti í málaferlum við nágranna út af landamerkjum við læk og var málflutningur hans um landamerki ekki tekinn gildur fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.