Són - 01.01.2006, Blaðsíða 93

Són - 01.01.2006, Blaðsíða 93
UM KOLBEIN Í KOLLAFIRÐI 93 réttinum. Honum fannst sér misboðið og þótti að minnsta kosti sem sér hefði verið brugðið um ósannindi fyrir rétti. Honum fannst á sér brotið og mun ekki hafa getað gleymt umsögn dómarans. Sveitung- arnir skiptust í afstöðu sinni eins og einatt verður og hiti hljóp í málið eins og flest slík. Kolbeinn hafði verið framámaður og notið trausts en þegar á reyndi skiptist hópurinn auðvitað. Þessi úrslit gat hann alls ekki fyrirgefið – hvorki sjálfum sér né öðrum. Nokkrum árum síðar breytti lækurinn sér reyndar einmitt á þá lund sem var grundvöllur vitnisburðar Kolbeins en þá var hann látinn. Sonur hans og nafni tók við búsforráðum eftir að Kolbeinn brá búi í Kollafirði. Þau hjónin keyptu sér hús við Laugarnesveg í Reykjavík og þar bjó hann síðustu árin. Fyrst starfaði hann við Áfengisverslun ríkisins en síðar á Skattstofunni. En hann festi aldrei yndi í Reykjavík. Þar leitaði þungur leiði iðulega á hann ásamt söknuði og vonbrigðum sem hér hafa verið nefnd. VI Hér hefur mest verið fjallað um kvæðagerð Kolbeins Högnasonar en eins og sagt er í upphafi varð hann mjög kunnur að því að geta kastað fram léttri og fleygri stöku. Eru margar sögur enn til um tildrög einstakra vísna en svo sem vænta má falla þær smám saman í gleymsku. Að auki eru enn til sögur um svokallaða samkveðlinga sem Kolbeinn átti þátt í en þá voru menn að skiptast á skotum í hljóð- stöfum, mest að gamni sínu en oft með háðsbroddi eða stjórnmálalit í bland. Auðvitað hefur aðeins brot af stökum Kolbeins geymst og all- nokkrar er að finna í bókum hans. Í síðasta safninu, Kröfsum, eru auk þess nokkrir samkveðlingar og greint frá tildrögum með stuttri frásögn. Allt bendir til þess að Kolbeinn hafi verið síyrkjandi stökur og kveðl- inga alla sína þroskaævi enda er þjálfun og æfing mikilvægur þáttur í slíku. Hann hafði auðvitað óteljandi fyrirmyndir í þessu og sjálfsagt hefur þetta byrjað í hópi skólafélaga á unglingsaldri eins og venjulegast er. Trúlega hefur hann að einhverju leyti haft fyrirmynd í föður sínum líka en Högni var ágætlega hagmæltur og eins og ágrip um ætterni Kolbeins sýnir stóðu að Högna ættir með kveðskaparvenjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.