Són - 01.01.2006, Blaðsíða 94
JÓN SIGURÐSSON94
VII
Kolbeinn Högnason var léttur í skapi að dagfari, félagslyndur, skop-
samur og við brugðið að hann var hláturmildur og hló hátt með
sterkri rödd sinni. Hann var þéttvaxinn og vel gildur er á leið. Hann
lenti í bílslysi og bjó lengi við einhverjar þrautir vegna þess, og þegar
leið á árin fór heilsan að gefa sig, að einhverju leyti vegna meiðslanna.
Hann átti smám saman æ þyngra með ýmis verk og heymæðin versn-
aði.
Kolbeinn fæddist daginn eftir Jónsmessu, 25. júní, 1889 og lést 14.
maí 1949. Hann var trúlofunarbarn foreldra sinna. Móðir hans var
Katrín Kolbeinsdóttir Eyjólfssonar en Kolbeinn eldri var sóknar-
nefndarformaðurinn í Innansveitarkroniku Halldórs Kiljans Laxness.
Kolbeinn eldri og Kristín húsfreyja í Kollafirði voru systkinabörn.
Eyjólfur Þorleifsson, langafi Kolbeins yngra, bjó víða en er oftast
kenndur við Böðmóðsstaði, Ketilvelli eða Snorrastaði í Laugardal í
Árnesþingi. Hann hefur orðið ákaflega kynsæll um Suðurland,
Suðvesturland og Vesturland og einnig í Vesturheimi. Sú ætt er upp á
síðkastið kölluð Laugardalsætt og rakin til foreldra hans, Katrínar
Eyjólfsdóttur frá Böðmóðsstöðum og Þorleifs Guðmundssonar frá
Eystri-Tungu í Landbroti, en hann kom slyppur og snauður undan
Síðueldi og eru ættir hans týndar.
Faðir Kolbeins var Högni Finnsson, húsasmíðameistari í Reykjavík
frá Meðalfelli í Kjós. Högni var afkomandi síra Páls Þorlákssonar
Þingvallaklerks sem var bróðir síra Jóns á Bægisá. Móðir Högna var
Kristín Stephensen, prestsdóttir frá Reynivöllum en hún var afkom-
andi Ólafs stiftamtmanns og Stefáns amtmanns, en þeir fegðar voru
afkomendur austfirsku skáldanna svokölluðu og báru nöfn þeirra. Móð-
urafi Kristínar var Þorvaldur Böðvarsson, prestur og skáld. Meðal-
fellingar eru afkomendur Magnúsar lögmanns, bróður Eggerts Ólafs-
sonar skálds, en Ragnheiður, eiginkona Magnúsar, var dóttir Finns
biskups Jónssonar sagnaritara Halldórssonar í Hítardal. Högni bar
nafn forföður síns, Presta-Högna.
Kolbeinn Högnason gekk í Kennaraskólann í Reykjavík en for-
eldrar hans munu ekki hafa komið sér saman um að hann færi í
Menntaskólann. Kennaraprófi lauk hann 1913. Að námi loknu gekk
Kolbeinn að búskap í Kollafirði á Kjalarnesi þar sem móðir hans, afi
og amma bjuggu. Eiríkur Briem, prestaskólakennari og alþingis-
maður, átti Kollafjörðinn en Kolbeinn keypti jörðina og átti um hríð